Húsið sem fauk á Patreksfirði eins berskjaldað og mögulegt er Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2015 11:27 Grunnur hússins á Patreksfirði sem fauk í nótt. Húsið var mannlaust. Enginn varð vitni að því þegar mannlaust hús sem verið var að gera upp fauk svo gott sem í heild sinni í óveðrinu sem gekk yfir landið. Björgunarsveitarmaður hjá Blakki á Patreksfirði segir húsið standa á versta mögulega stað þegar blæs úr austri. Jónas Þrastarson var einn liðsmanna Blakks sem sinntu í kringum tíu útköllum í bænum frá miðnætti og til sjö í morgun. Brotnar rúður og klæðning og þakplötur að fjúka var rauði þráðurinn í verkefnum næturinnar. Líklega bara ein hviða Jónas segir engan hafa orðið vitni að því þegar húsið fauk. Þeir hafi komið að því seint í nótt og þá hafi allt verið fokið úr því sem fokið gat. „Ég held það hafi bara komið ein hviða,“ segir Jónas þegar hann er beðinn um útskýringar á því hvað mögulega geti hafa gerst. Hann útskýrir að bærinn sé þannig uppbyggður að í austanátt geti myndast mikill vindstrengur niður Mikladal, um hundrað metra breiður. Í kringum 25 m/s vindhraði og 35 m/s hviður voru við veðurstöðina á Patreksfirði í nótt. Jónas segist trúa því að hviðurnar í strengnum fari eflaust upp í 50 m/s á sama tíma.Allir fastir á Patró „Það stendur einhverja 200 metra frá sjónum og brakið er búið að dreifast niður að sjó. Restin er væntanlega úti í sjónum,“ segir Jónas. Verið var að gera húsið upp og stóð það eitt uppi á hól. „Það var eins berskjaldað og það gat verið,“ segir Jónas en engin tré er að finna í kringum húsið. Jónas var eins og gefur að skilja þreyttur eftir atburði næturinnar og næst á dagskrá var að leggja sig. „Svo er framundan vinna hjá Orkubúi Vestfjarða um leið og þeir opna heiðarnar,“ segir Jónas sem kemst ekkert frá Patreksfirði þessa stundina frekar en aðrir íbúar í bænum. Veður Tengdar fréttir Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Enginn varð vitni að því þegar mannlaust hús sem verið var að gera upp fauk svo gott sem í heild sinni í óveðrinu sem gekk yfir landið. Björgunarsveitarmaður hjá Blakki á Patreksfirði segir húsið standa á versta mögulega stað þegar blæs úr austri. Jónas Þrastarson var einn liðsmanna Blakks sem sinntu í kringum tíu útköllum í bænum frá miðnætti og til sjö í morgun. Brotnar rúður og klæðning og þakplötur að fjúka var rauði þráðurinn í verkefnum næturinnar. Líklega bara ein hviða Jónas segir engan hafa orðið vitni að því þegar húsið fauk. Þeir hafi komið að því seint í nótt og þá hafi allt verið fokið úr því sem fokið gat. „Ég held það hafi bara komið ein hviða,“ segir Jónas þegar hann er beðinn um útskýringar á því hvað mögulega geti hafa gerst. Hann útskýrir að bærinn sé þannig uppbyggður að í austanátt geti myndast mikill vindstrengur niður Mikladal, um hundrað metra breiður. Í kringum 25 m/s vindhraði og 35 m/s hviður voru við veðurstöðina á Patreksfirði í nótt. Jónas segist trúa því að hviðurnar í strengnum fari eflaust upp í 50 m/s á sama tíma.Allir fastir á Patró „Það stendur einhverja 200 metra frá sjónum og brakið er búið að dreifast niður að sjó. Restin er væntanlega úti í sjónum,“ segir Jónas. Verið var að gera húsið upp og stóð það eitt uppi á hól. „Það var eins berskjaldað og það gat verið,“ segir Jónas en engin tré er að finna í kringum húsið. Jónas var eins og gefur að skilja þreyttur eftir atburði næturinnar og næst á dagskrá var að leggja sig. „Svo er framundan vinna hjá Orkubúi Vestfjarða um leið og þeir opna heiðarnar,“ segir Jónas sem kemst ekkert frá Patreksfirði þessa stundina frekar en aðrir íbúar í bænum.
Veður Tengdar fréttir Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28
Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18