Sport

Fjögurra ára bann Þorvaldar Árna staðfest

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þorvaldur Árni á skeiði í Meistaradeildinni.
Þorvaldur Árni á skeiði í Meistaradeildinni. mynd/hestafréttir
Fjögurra ára keppnisbann knapans Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hefur verið staðfest af áfrýjunardómstól Íþrótta- og Ólympíusambandsins.  Þetta staðfestir Skúli Skúlason, formaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, við Vísi.

Þorvaldur Árni var 1. október dæmdur í fjögurra ára keppnisbann eftir að amfetamín fannst í þvagsýni hans sem tekið var eftir keppni í tölti á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks í Víðidal í maí.

Lyfjaeftirlitið krafðist þess að Þorvaldur yrði dæmdur í átta ára bann en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að dæma hann í fjögurra ára bann.

Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Þorvaldur Árni er dæmdur í keppnisbann, en í fyrra fékk hann þriggja mánaða keppnisbann fyrir sama brot. Sá dómur var mildaður niður í einn mánuð.

Sjá einnig:Verðlaunaknapi féll aftur á lyfjaprófi

Sjá einnig:Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×