Fótbolti

Byrjunarlið Íslands gegn Póllandi: Arnór Ingvi fær tækifæri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór í leik með liði sínu Norrköping í Svíþjóð.
Arnór í leik með liði sínu Norrköping í Svíþjóð. vísir/heimasíða IFK Norrköping
Ísland mætir Póllandi í vináttulandsleik í knattspyrnu í kvöld, en leikið er í Póllandi. Tvær breytingar eru á íslenska liðinu frá síðasta mótsleik í undankeppni EM.

Hólmar Örn Eyjólfsson kemur inn í vörnina fyrir Kára Árnason sem er meiddur. Arnór varð tvöfaldur meistari með liði sínu IFK Norrköping í Svíþjóð á nýyfirstaðinni leiktíð (deildarmeistari og meistari meistaranna).

Arnór Ingvi Traustason byrjar svo á vinstri kantinum í sínum fyrsta landsleik eins og Vísir sagði frá í dag, en hann kemur í stað Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem fær sér sæti á varamannabekknum.

Leikur Íslands og Póllands hefst klukkan 19.45 og verður að sjálfsögðu lýst beint í Boltavakt Vísis. Hlekk á beinu lýsinguna má finna hér.

Byrjunarlið Íslands:

Markvörður: Ögmundur Kristinsson

Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson

Miðverðir: Ragnar Sigurðsson og Hólmar Örn Eyjólfsson

Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason

Miðjumenn: Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson

Hægri kantmaður: Birkir Bjarnason

Vinstri kantmaður: Arnór Ingvi Traustason

Framherjar: Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×