Fótbolti

Albert tryggði Íslandi sigur af vítapunktinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert þegar hann lék með Heerenween, en nú er hann á mála hjá PSV.
Albert þegar hann lék með Heerenween, en nú er hann á mála hjá PSV. mynd/heimasíða HEERENWEEN
Ísland vann 1-0 sigur á Möltu í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í knattspyrnu skipað leikmönnum sautján ára og yngri, en leikið er á Möltu.

Albert Guðmundsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok, en þetta var fyrsti sigurleikur Íslands í mótinu.

Áður hafði Ísland gerð jafntefli við Danmörku, 1-1, og tapað illa fyrir Ísrael 4-1. Ísreal og Danmörk gerðu markalaust jafntefli í dag.

Ljóst er að Ísland fer því ekki áfram upp úr riðlinum, en Ísrael endar í toppsætinu með 7 stig, Danmörk í því öðru með 5, Ísland í þriðja með fjögur og Malta á botninum án stiga.

Þorvaldur Örlygsson þjálfar U19-ára landsliðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×