Í mínum huga er ég alltaf sá besti Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2015 08:15 Cristiano Ronaldo. vísir/getty Cristiano Ronaldo segist líta á sig sem besta knattspyrnumann heims og einn þann besta frá upphafi. Hann er í áhugaverðu viðtali við BBC í dag þar sem ýmislegt kemur fram. „Ég þarf ekkert að segja að ég sé í sögubókunum eða goðsögn. Tölurnar mínar segja allt sem segja þar," segir Ronaldo en hann gekk til liðsins við Real Madrid frá Man. Utd árið 2009. Hann er orðinn þrítugur í dag. Ferill hans er vissulega stórkostlegur en Ronaldo hefur skorað 504 mörk í 760 leikjum. „Að bæta mig enn frekar er erfitt. Ég vil þó halda þeim gæðum sem ég hef náð í dag. Það erfiðasta fyrir fótboltamann er að ná stöðugleika þegar hann hefur toppað," sagði Ronaldo sem hefur skorað 82 mörk í Meistaradeildinni og er sá markahæsti þar frá upphafi. „Í mínum huga er ég alltaf sá besti. Mér er alveg sama hvað öðrum finnst. Ég lít ekki á mig sem þann besta í ár heldur alltaf." Ber sterkar taugar til Man. UtdRooney og Ronaldo, eða Roonaldo, eru enn góðir vinir.vísir/gettyÞað er endalaust rifist um hver sé betri. Hann eða Messi. Eðlilega var Ronaldo spurður út í málið. „Þetta eru skoðanir fólks. Kannski finnst þér Messi vera betri en ég tel mig vera betri. Þetta er auðvelt mál. Þarna er bara skoðanamunur." Árangur Ronaldo hjá Real Madrid hefur verið lyginni líkastur. Þar er hann búinn að skora 326 mörk í 314 leikjum. Hann er þegar orðinn sá markahæsti frá upphafi hjá félaginu. Hann ber enn sterkar taugar til Man. Utd og finnst leiðinlegt að sjá stöðuna á liðinu í dag. „Auðvitað er erfitt fyrir mig að fylgjast með liðinu ganga illa því ég elska félagið. Ég vil sjá Man. Utd á meðal bestu liðanna. Liðið er betra í ár en á enn nokkuð í land til að ná sömu gæðum og fyrir sex til sjö árum síðan," sagði Ronaldo en hvaða líkur eru á því að hann snúi aftur til félagsins? „Ég hef margoft sagt að maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Í dag er ég mjög hamingjusamur hjá Madrid. Ég mun alltaf svara svona því maður veit ekki hvernig framtíðin verður." Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Cristiano Ronaldo segist líta á sig sem besta knattspyrnumann heims og einn þann besta frá upphafi. Hann er í áhugaverðu viðtali við BBC í dag þar sem ýmislegt kemur fram. „Ég þarf ekkert að segja að ég sé í sögubókunum eða goðsögn. Tölurnar mínar segja allt sem segja þar," segir Ronaldo en hann gekk til liðsins við Real Madrid frá Man. Utd árið 2009. Hann er orðinn þrítugur í dag. Ferill hans er vissulega stórkostlegur en Ronaldo hefur skorað 504 mörk í 760 leikjum. „Að bæta mig enn frekar er erfitt. Ég vil þó halda þeim gæðum sem ég hef náð í dag. Það erfiðasta fyrir fótboltamann er að ná stöðugleika þegar hann hefur toppað," sagði Ronaldo sem hefur skorað 82 mörk í Meistaradeildinni og er sá markahæsti þar frá upphafi. „Í mínum huga er ég alltaf sá besti. Mér er alveg sama hvað öðrum finnst. Ég lít ekki á mig sem þann besta í ár heldur alltaf." Ber sterkar taugar til Man. UtdRooney og Ronaldo, eða Roonaldo, eru enn góðir vinir.vísir/gettyÞað er endalaust rifist um hver sé betri. Hann eða Messi. Eðlilega var Ronaldo spurður út í málið. „Þetta eru skoðanir fólks. Kannski finnst þér Messi vera betri en ég tel mig vera betri. Þetta er auðvelt mál. Þarna er bara skoðanamunur." Árangur Ronaldo hjá Real Madrid hefur verið lyginni líkastur. Þar er hann búinn að skora 326 mörk í 314 leikjum. Hann er þegar orðinn sá markahæsti frá upphafi hjá félaginu. Hann ber enn sterkar taugar til Man. Utd og finnst leiðinlegt að sjá stöðuna á liðinu í dag. „Auðvitað er erfitt fyrir mig að fylgjast með liðinu ganga illa því ég elska félagið. Ég vil sjá Man. Utd á meðal bestu liðanna. Liðið er betra í ár en á enn nokkuð í land til að ná sömu gæðum og fyrir sex til sjö árum síðan," sagði Ronaldo en hvaða líkur eru á því að hann snúi aftur til félagsins? „Ég hef margoft sagt að maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Í dag er ég mjög hamingjusamur hjá Madrid. Ég mun alltaf svara svona því maður veit ekki hvernig framtíðin verður."
Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira