Fótbolti

Rosicky: Ekkert lag betra og engin plata betri en Master of Puppets

Eiríkur Stefán Ásgiersson skrifar
Tomas Rosicky, leikmaður Arsenal, er mikill áhugamaður um tónlist eins og kemur fram í meðfylgjandi myndbandi. Hann var beðinn um að setja saman lagalista með uppáhaldstónlist sinni í meðfylgjandi myndbandi frá félaginu og stóð ekki á svörunum.

„Það fyrsta sem ég nefni er Master of Puppets með Metallica. Það er uppáhaldslagið mitt og [samnefnd] platan er meira að segja uppáhaldsplatan mín. Næstum hvert einasta lag á plötunni er frábært,“ segir Rosicky.

Rosicky nefnir einnig Foo Fighters og smellinn Under the Bridge með Red Hot Chili Peppers. Þá er hann hrifinn af laginu With Eyes Wide Open með In Flames og sýnir að hann fylgist með nýrri tónlist með því að nefna Victims and Pawns með Sylosis.

Rosicky er mikill áhugamaður um þungarokk sem sést einna best á því að hann nefnir lög með hljómsveitum á borð við Pantera, Killswitch Engage og Slipknot.

Rosicky nefnir fleiri slagara til sögunnar en innslagið allt má sjá fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×