Lífið

Vilt þú verða næsta Jólastjarna? Sjáðu Gunnar Hrafn slá í gegn á Jólagestum Björgvins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar Hrafn vann keppnina í fyrra.
Gunnar Hrafn vann keppnina í fyrra. vísir
Á síðasta ári vann Gunnar Hrafn Kristjánsson Jólastjörnuna árið 2014  og kom því fram á Jólagestum Björgvins Halldórssonar í desember.

Ísland í dag fylgdist vel með þegar tilkynnt var um sigurvegarann í Jólastjörnunni í fyrra og mætti tökulið í skólann hjá drengnum þegar ljóst varð að hann hafði unnið keppnina. Krakkarnir í Salaskóla fögnuðu Gunnari eins og hetju og var mikil stemning.

Nú líður að Jólastjörnunni árið 2015 og fer skráning fram hér. Vísir, Stöð 2, Góa, Fjarðarkaup og Sena standa fyrir söngkeppni fyrir unga snillinga fimmta árið í röð og sigurvegarinn kemur fram á stærsta sviði landsins með aragrúa af stjörnum laugardaginn 12. desember á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins.

Skráningu lýkur á miðnætti miðvikudaginn 21. október. Tólf krakkar verða í kjölfarið boðaðir í prufur og sigurvegarinn verður svo afhjúpaður í lokaþætti Jólastjörnunnar á Stöð 2.

Hér að neðan má sjá þegar Gunnar Hrafn kom fram á Jólagestum Björgvins fyrir tæpu ári og sló í gegn. 

Hér má síðan sjá þegar Ísland í dag kom Gunnari á óvart í Salaskóla.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×