Hugarflug og agaður stíll Magnús Guðmundsson skrifar 21. október 2015 11:30 Sigurður Skúlason stendur fyrir Gyrðisvöku í Hannesarholti í kvöld. Sigurður Skúlason hefur sett saman og hyggst flytja um klukkustundar langa dagskrá úr verkum Gyrðis Elíassonar skálds, rithöfundar og þýðanda. „Þetta er nú að eigin frumkvæði sem ég er að standa í þessu en Gyrðir er minn uppáhalds núlifandi íslenski höfundur. Það er nú hvatinn á bak við þetta. Málið með Gyrði er að hann er fyrst og fremst skáld af guðs náð. Hann hefur þvílík yfirburða tök á ritlistinni og hans skáldaæð er svo víðfeðm og botnlaus. Hann sameinar það að hafa að því er virðist takmarkalaust hugarflug og svo mjög agaðan stíl sem er alveg ótrúlega sterk blanda. Það er í rauninni merkilegt að skoða höfundarverk Gyrðis og hversu stórt og fjölbreytilegt það er í ljósi þess að hann er ekki nema fimmtíu og fjögurra ára. Þegar maður fer að kynna sér verk Gyrðis þá áttar maður sig líka fljótlega á því að hann er búinn að lesa alveg gríðarlega mikið. Í framhaldi af því þá er eðlilegt að skoða framlag Gyrðis til íslenskra bókmennta og menningar út frá þýðendaverkinu, þar sem er að finna ljóð, smásögur og skáldsögur, en þar er allt svo vel unnið og vandað. Í þýðingaverkinu er hann að leita uppi verk sem eru ekki endilega efst á vinsældalistum í heiminum en eru engu að síður frábær verk. En það er í raun fyrst og fremst öll þessi vandaða vinna, í þýðingum jafnt sem skáldskap, sem höfðar til mín og eflaust hans lesenda almennt.“ Sigurður ætlar að leggja í að flytja dagskrána einn og sjálfur og það er af mörgu að taka. „Ég játa að það var ekkert auðvelt að velja inn í dagskrána en það var líka afskaplega skemmtileg vinna. Ég reyni að hafa þetta fjölbreytt og mun koma víða við. Það verða þarna ljóð, smásögur, smáprósar, brot úr lengri sögum og svo aðeins að tæpt á þýðingunum. Málið er að maður þarf aðeins að ganga inn í frásagnarstíl Gyrðis og þá kynnist maður mörgum hliðum á þessum verkum. Hann hefur svo mögnuð tök á efni og stíl að stundum er þetta svona eins konar leiðsla sem maður líður inn í en það er líka að finna sársauka og gleði í verkum Gyrðis. Málið er að njóta.“ Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Sigurður Skúlason hefur sett saman og hyggst flytja um klukkustundar langa dagskrá úr verkum Gyrðis Elíassonar skálds, rithöfundar og þýðanda. „Þetta er nú að eigin frumkvæði sem ég er að standa í þessu en Gyrðir er minn uppáhalds núlifandi íslenski höfundur. Það er nú hvatinn á bak við þetta. Málið með Gyrði er að hann er fyrst og fremst skáld af guðs náð. Hann hefur þvílík yfirburða tök á ritlistinni og hans skáldaæð er svo víðfeðm og botnlaus. Hann sameinar það að hafa að því er virðist takmarkalaust hugarflug og svo mjög agaðan stíl sem er alveg ótrúlega sterk blanda. Það er í rauninni merkilegt að skoða höfundarverk Gyrðis og hversu stórt og fjölbreytilegt það er í ljósi þess að hann er ekki nema fimmtíu og fjögurra ára. Þegar maður fer að kynna sér verk Gyrðis þá áttar maður sig líka fljótlega á því að hann er búinn að lesa alveg gríðarlega mikið. Í framhaldi af því þá er eðlilegt að skoða framlag Gyrðis til íslenskra bókmennta og menningar út frá þýðendaverkinu, þar sem er að finna ljóð, smásögur og skáldsögur, en þar er allt svo vel unnið og vandað. Í þýðingaverkinu er hann að leita uppi verk sem eru ekki endilega efst á vinsældalistum í heiminum en eru engu að síður frábær verk. En það er í raun fyrst og fremst öll þessi vandaða vinna, í þýðingum jafnt sem skáldskap, sem höfðar til mín og eflaust hans lesenda almennt.“ Sigurður ætlar að leggja í að flytja dagskrána einn og sjálfur og það er af mörgu að taka. „Ég játa að það var ekkert auðvelt að velja inn í dagskrána en það var líka afskaplega skemmtileg vinna. Ég reyni að hafa þetta fjölbreytt og mun koma víða við. Það verða þarna ljóð, smásögur, smáprósar, brot úr lengri sögum og svo aðeins að tæpt á þýðingunum. Málið er að maður þarf aðeins að ganga inn í frásagnarstíl Gyrðis og þá kynnist maður mörgum hliðum á þessum verkum. Hann hefur svo mögnuð tök á efni og stíl að stundum er þetta svona eins konar leiðsla sem maður líður inn í en það er líka að finna sársauka og gleði í verkum Gyrðis. Málið er að njóta.“
Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira