Nýtt lag í myndtónaröð Grúsku Babúsku: Fjallar um þá togstreitu sem lífið kallar á Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2015 12:30 Í dag kemur út nýtt lag í myndtónaröð hljómsveitarinnar Grúsku Babúsku. Lagið heitir Brokk, og er myndbandið eftir Kristínu Helgu Karlsdóttir. Lagið er hljóðblandað af Daða Birgissyni, en Synthadelia records hjálpa til við útgáfu. Það fjallar um þá togstreitu sem lífið kallar á - að líða stundum eins og maður þurfi að halda aftur af sér, en finna svo fyrir frelsinu við að sleppa loksins af sér beislinu. Í kvöld fagnar hljómsveitin útgáfunni með tónleikum á Gauknum, auk þess að hita sig upp fyrir komandi tónleika á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves nú í byrjun nóvember. Á tónleikunum í kvöld munu einnig koma fram tónlistarkonurnar Harpa Fönn, Bláskjár og ÍRiS. Þess má geta að þær eru allar meðlimir í Grúsku Babúsku. Meðlimir Grúsku Babúsku eru þær Arndís Anna Gunnarsdóttir, Björk Viggósdóttir, Dísa Hreiðarsdóttir, Guðrún Birna le Sage de Fontenay, Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og Íris Hrund Þórarinsdóttir. Hljómsveitin var stofnuð árið 2012 og gaf út sína fyrstu plötu árið 2013 í formi USB-lykils með útlit babúsku. Í ár gefur hljómsveitin út fimm laga myndtónaröð, en þegar hafa komið út myndbönd við Þjóðlagið, Fram og Grúskuvals. Síðasta myndbandið, Raddataktur, mun koma út yfir Airwaves. Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Í dag kemur út nýtt lag í myndtónaröð hljómsveitarinnar Grúsku Babúsku. Lagið heitir Brokk, og er myndbandið eftir Kristínu Helgu Karlsdóttir. Lagið er hljóðblandað af Daða Birgissyni, en Synthadelia records hjálpa til við útgáfu. Það fjallar um þá togstreitu sem lífið kallar á - að líða stundum eins og maður þurfi að halda aftur af sér, en finna svo fyrir frelsinu við að sleppa loksins af sér beislinu. Í kvöld fagnar hljómsveitin útgáfunni með tónleikum á Gauknum, auk þess að hita sig upp fyrir komandi tónleika á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves nú í byrjun nóvember. Á tónleikunum í kvöld munu einnig koma fram tónlistarkonurnar Harpa Fönn, Bláskjár og ÍRiS. Þess má geta að þær eru allar meðlimir í Grúsku Babúsku. Meðlimir Grúsku Babúsku eru þær Arndís Anna Gunnarsdóttir, Björk Viggósdóttir, Dísa Hreiðarsdóttir, Guðrún Birna le Sage de Fontenay, Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og Íris Hrund Þórarinsdóttir. Hljómsveitin var stofnuð árið 2012 og gaf út sína fyrstu plötu árið 2013 í formi USB-lykils með útlit babúsku. Í ár gefur hljómsveitin út fimm laga myndtónaröð, en þegar hafa komið út myndbönd við Þjóðlagið, Fram og Grúskuvals. Síðasta myndbandið, Raddataktur, mun koma út yfir Airwaves.
Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög