Nýtt lag í myndtónaröð Grúsku Babúsku: Fjallar um þá togstreitu sem lífið kallar á Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2015 12:30 Í dag kemur út nýtt lag í myndtónaröð hljómsveitarinnar Grúsku Babúsku. Lagið heitir Brokk, og er myndbandið eftir Kristínu Helgu Karlsdóttir. Lagið er hljóðblandað af Daða Birgissyni, en Synthadelia records hjálpa til við útgáfu. Það fjallar um þá togstreitu sem lífið kallar á - að líða stundum eins og maður þurfi að halda aftur af sér, en finna svo fyrir frelsinu við að sleppa loksins af sér beislinu. Í kvöld fagnar hljómsveitin útgáfunni með tónleikum á Gauknum, auk þess að hita sig upp fyrir komandi tónleika á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves nú í byrjun nóvember. Á tónleikunum í kvöld munu einnig koma fram tónlistarkonurnar Harpa Fönn, Bláskjár og ÍRiS. Þess má geta að þær eru allar meðlimir í Grúsku Babúsku. Meðlimir Grúsku Babúsku eru þær Arndís Anna Gunnarsdóttir, Björk Viggósdóttir, Dísa Hreiðarsdóttir, Guðrún Birna le Sage de Fontenay, Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og Íris Hrund Þórarinsdóttir. Hljómsveitin var stofnuð árið 2012 og gaf út sína fyrstu plötu árið 2013 í formi USB-lykils með útlit babúsku. Í ár gefur hljómsveitin út fimm laga myndtónaröð, en þegar hafa komið út myndbönd við Þjóðlagið, Fram og Grúskuvals. Síðasta myndbandið, Raddataktur, mun koma út yfir Airwaves. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Í dag kemur út nýtt lag í myndtónaröð hljómsveitarinnar Grúsku Babúsku. Lagið heitir Brokk, og er myndbandið eftir Kristínu Helgu Karlsdóttir. Lagið er hljóðblandað af Daða Birgissyni, en Synthadelia records hjálpa til við útgáfu. Það fjallar um þá togstreitu sem lífið kallar á - að líða stundum eins og maður þurfi að halda aftur af sér, en finna svo fyrir frelsinu við að sleppa loksins af sér beislinu. Í kvöld fagnar hljómsveitin útgáfunni með tónleikum á Gauknum, auk þess að hita sig upp fyrir komandi tónleika á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves nú í byrjun nóvember. Á tónleikunum í kvöld munu einnig koma fram tónlistarkonurnar Harpa Fönn, Bláskjár og ÍRiS. Þess má geta að þær eru allar meðlimir í Grúsku Babúsku. Meðlimir Grúsku Babúsku eru þær Arndís Anna Gunnarsdóttir, Björk Viggósdóttir, Dísa Hreiðarsdóttir, Guðrún Birna le Sage de Fontenay, Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og Íris Hrund Þórarinsdóttir. Hljómsveitin var stofnuð árið 2012 og gaf út sína fyrstu plötu árið 2013 í formi USB-lykils með útlit babúsku. Í ár gefur hljómsveitin út fimm laga myndtónaröð, en þegar hafa komið út myndbönd við Þjóðlagið, Fram og Grúskuvals. Síðasta myndbandið, Raddataktur, mun koma út yfir Airwaves.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira