Innlent

Veirusýking í íslenskum hrognkelsum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Veira sem veldur sjúkdómnum veirublæði í fiskum hefur verið greind í íslenskum hrognkelsum sem veidd voru við Breiðafjörð í sumar.
Veira sem veldur sjúkdómnum veirublæði í fiskum hefur verið greind í íslenskum hrognkelsum sem veidd voru við Breiðafjörð í sumar. Vísir/Pjetur
Veira sem veldur sjúkdómnum veirublæði í fiskum hefur verið greind í íslenskum hrognkelsum sem veidd voru við Breiðafjörð í sumar. Veitan er skaðlaus mönnum og berst ekki með fiskafurðum en litið er á veirublæði sem alvarlegan smitsjúkdóm sem beri að útrýma.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að við reglubundið eftirlit og sýnatökur Matvælastofnunar hafi Fisksjúkdómadeild Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum greint veiruna í hrognkelsum sem voru veidd í Breiðafirði síðla sumars.

Hrognkelsin eru hjá Hafrannsóknastofnun og eru höfð til undaneldis á seiðum sem flytja átti til Færeyja til þjónustu við þarlent laxeldi. Hrognkelsaseiði éta laxalýs af sem reynst hefur vel í baráttunni gegn sníkjudýrinu og dregið úr notkun lúsalyfja. Útflutningur slíkra seiða hófst fyrir tæpu ári síðan, en nú verður gert hlé á framleiðslu seiða vegna niðurskurðar og sótthreinsunar á eldisaðstöðu.

Veirublæði er smitsjúkdómur sem greinst hefur í um 80 tegundum fiska um allan heim, algengast þó á norðurhvelinu, bæði í villtu umhverfi og fiskeldi. Litið er á veirublæði sem alvarlegan tilkynningaskyldan smitsjúkdóm sem ber að útrýma með förgun og eyðingu á smituðum fiski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×