Bíó og sjónvarp

JJ Abrams segir fjarveru Loga af plakatinu hluta af stærra plani

Birgir Olgeirsson skrifar
JJ Abrams.
JJ Abrams. Vísir/EPA
Leikstjórinn J.J. Abrams segir fjarveru Luke Skywalkers, Loga Geimgengils, af plakati sjöundu Stjörnustríðsmyndarinnar, The Force Awakens, vera hluta af stærra plani.

Fjölmargar spurningar hafa vaknað eftir að plakatið var opinberað í síðustu viku og hafa nokkrar kenningar verið lagðar fram af aðdáendum á netinu.

Varúð:Þessi grein gæti innihaldið upplýsingar sem gætu spillt fyrir áhorfi þeirra sem vilja sjá The Force Awakens án nokkurrar vitneskju um söguþráð hennar.

Sjá einnig: Kenning um örlög Loga fær byr undir báða vængi vegna ummæla Hamills fyrir 10 árum

Veggspjald nýju myndarinnar þar sem Logi er ekki sjáanlegur.Vísir/Lucasfilm
Ein þeirra er sú að Logi hafi fetað í slóð föður síns Svarthöfða og gengið til liðs við myrkraöflin í heimi Stjörnustríðsmyndanna.

„Þetta eru góðar spurningar. Ég get ekki beðið eftir því að komist að svarinu. Sú staðreynd að Logi er ekki í kynningarefni fyrir myndina er ekkert slys,“ sagði Abrams við The Associated Press.

Í vikunni komst í umferð ljósmynd af Loga þar sem hann sést í hefðbundnum Jedi-slopp en Disney-fyrirtækið, sem nú á réttinn að Star Wars, fór í mikla herferð til að koma í veg fyrir alla birtingu á þessari mynd.

Hvert hlutverk Loga verður í þessari nýju Stjörnustríðsmynd er því algerlega óráðið. Í nýjustu stiklunni fyrir myndina heyrist illmennið Kylo Ren, leikinn af Adam Driver, segja: „Ég mun ljúka því sem þú hófst“ á meðan hann horfir á brotna grímu Svarthöfða. Hafa einhverjir lagt fram þá kenningu að Logi gæti verið flæktur í þessi plön Kylo Ren en hið sanna mun eflaust ekki koma í ljós fyrr en myndin verður frumsýnd í desember næstkomandi.


Tengdar fréttir

Grínast með veggspjald Star Wars

Tveimur dögum eftir að veggspjald nýjustu Star Wars myndarinnar var birt hafa margir grínast með myndina og breytt henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×