Lífið

Roger Moore: James Bond á aldrei að vera svartur, samkynhneigður eða kona

Stefán Árni Pálsson skrifar
Roger Moore.
Roger Moore. vísir/getty
Mikil umræða hefur verið undanfarna mánuði um það hver eigi að leysa Daniel Craig af sem næsti James Bond.

Roger Moore fór með hlutverk James Bond í mörg ár og hefur hann ákveðnar skoðanir á því hlutverki.

„Ég hef heyrt að fólk sé að tala um kvenkyns Bond eða jafnvel samkynhneigðan Bond. Það væri ekki Bond, því Ian Fleming skrifaði söguna ekki þannig,“ sagði Moore en hann sagði einnig fyrir nokkrum vikum að Idris Elba gæti ekki leikið Bond, hann væri of dökkur.

Þessi 88 ára leikari segir að fólk geti ekki alltaf blandað pólitískri réttsýni við öll málefni.

„Þetta snýst ekkert um það að vera með hommafóbíu eða vera rasisti, þetta snýst um karakterinn sem á að leika.“

Moore lék Bond í sjö myndum eða frá árunum 1973-85. Það hefur enginn annar leikið í fleiri Bond-myndum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×