Hvað gerir myndlistarmaður og hvers vegna á hann að fá greitt fyrir vinnu sína? Magnús Guðmundsson skrifar 29. október 2015 11:30 Berglind Helgadóttir, verkefnisstjóri Dags myndlistar á vegum SÍM. Visir/Anton Brink Næstkomandi laugardag stendur SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, fyrir Degi myndlistar sem hefur á undanförnum árum skapað sér veigameiri þátt í listviðburðardagatali landsmanna. Berglind Helgadóttir er verkefnisstjóri Dags myndlistar og hún segir að verkefnið hafi verið fært í fastari skorður árið 2015 og umfangið jafnframt aukið. „Markmiðið með Degi myndlistar er að kynna starf myndlistarmannsins fyrir almenningi og kynna jafnframt hversu fjölbreyttur heimur myndlistarinnar er í raun og veru. Við erum með opnar vinnustofur og skólakynningar þar sem listamenn kynna fyrir krökkunum hvað það er sem myndlistarmenn eru að fást við í sínu starfi. Þeir segja frá sínu námi, ferlinum og sýna þeim verk. Í ár eru svo bókasöfnin að taka þátt í fyrsta skipti með því að vekja athygli á myndlistarbókum með ýmsum hætti enda er þar að finna mikinn fróðleik.“ Berglind segir að það sé mikið um að listamenn taki þátt í verkefninu. „Það verða opnar vinnustofur á vegum SÍM á nokkrum stöðum í borginni og svo eru líka myndlistarmenn sem eru með sínar vinnustofur utan SÍM með opið fyrir almenningi. Það er hægt að nálgast upplýsingar um það hvar þessar vinnustofur eru inni á vefnum Dagur myndlistar og það er allt mjög aðgengilegt. Það hefur verið vaxandi straumur hjá okkur á síðustu árum en auðvitað er eftirsóttara að kíkja á suma en aðra. Þetta er einstakt tækifæri til þess að geta labbað inn á svona margar vinnustofur og kynna sér nýja og spennandi listamenn. Í kjölfarið á Degi myndlistar verður farið í herferð á vegum SÍM sem kallast Við borgum myndlistarmönnum. Þar er verið að kynna þá staðreynd að myndlistarmenn fá oft ekki greitt fyrir vinnu sína. Ástæðan er oftar en ekki sú að það er enginn skilningur á því hvað felst í þessu starfi. Að auki hefur verið mikill niðurskurður á fjárframlögum til myndlistarinnar á síðustu árum og það bitnar sérstaklega illa á þeim sem eru ekki að búa til auðseljanleg verk. Bragarbót á þessu hefst með því að veita þekkingu og auka skilning á starfi myndlistarmanna og það er það sem við erum að gera. Og, þar sem fundur Norðurlandaráðs stendur sem hæst þessa dagana, og menn keppast við að stilla sér upp fyrir framan fallegar myndir í sjónvarpsviðtölum, þá vil ég nota tækifærið og skora á þetta góða fólk að bæta nú myndlistarverðlaunum inn í Norrænu verðlaunin. Það er löngu tímabært.“ Myndlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Næstkomandi laugardag stendur SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, fyrir Degi myndlistar sem hefur á undanförnum árum skapað sér veigameiri þátt í listviðburðardagatali landsmanna. Berglind Helgadóttir er verkefnisstjóri Dags myndlistar og hún segir að verkefnið hafi verið fært í fastari skorður árið 2015 og umfangið jafnframt aukið. „Markmiðið með Degi myndlistar er að kynna starf myndlistarmannsins fyrir almenningi og kynna jafnframt hversu fjölbreyttur heimur myndlistarinnar er í raun og veru. Við erum með opnar vinnustofur og skólakynningar þar sem listamenn kynna fyrir krökkunum hvað það er sem myndlistarmenn eru að fást við í sínu starfi. Þeir segja frá sínu námi, ferlinum og sýna þeim verk. Í ár eru svo bókasöfnin að taka þátt í fyrsta skipti með því að vekja athygli á myndlistarbókum með ýmsum hætti enda er þar að finna mikinn fróðleik.“ Berglind segir að það sé mikið um að listamenn taki þátt í verkefninu. „Það verða opnar vinnustofur á vegum SÍM á nokkrum stöðum í borginni og svo eru líka myndlistarmenn sem eru með sínar vinnustofur utan SÍM með opið fyrir almenningi. Það er hægt að nálgast upplýsingar um það hvar þessar vinnustofur eru inni á vefnum Dagur myndlistar og það er allt mjög aðgengilegt. Það hefur verið vaxandi straumur hjá okkur á síðustu árum en auðvitað er eftirsóttara að kíkja á suma en aðra. Þetta er einstakt tækifæri til þess að geta labbað inn á svona margar vinnustofur og kynna sér nýja og spennandi listamenn. Í kjölfarið á Degi myndlistar verður farið í herferð á vegum SÍM sem kallast Við borgum myndlistarmönnum. Þar er verið að kynna þá staðreynd að myndlistarmenn fá oft ekki greitt fyrir vinnu sína. Ástæðan er oftar en ekki sú að það er enginn skilningur á því hvað felst í þessu starfi. Að auki hefur verið mikill niðurskurður á fjárframlögum til myndlistarinnar á síðustu árum og það bitnar sérstaklega illa á þeim sem eru ekki að búa til auðseljanleg verk. Bragarbót á þessu hefst með því að veita þekkingu og auka skilning á starfi myndlistarmanna og það er það sem við erum að gera. Og, þar sem fundur Norðurlandaráðs stendur sem hæst þessa dagana, og menn keppast við að stilla sér upp fyrir framan fallegar myndir í sjónvarpsviðtölum, þá vil ég nota tækifærið og skora á þetta góða fólk að bæta nú myndlistarverðlaunum inn í Norrænu verðlaunin. Það er löngu tímabært.“
Myndlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira