Sjötta Die Hard mun gerast í nútímanum og fortíðinni Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2015 09:59 Það verður spennandi að sjá útkomu sjöttu Die Hard myndarinnar, ef af henni verður. Vísir/IMDb Bandaríska kvikmyndaverið Fox vinnur nú hörðum höndum að því að láta sjöttu Die Hard-myndina verða að veruleika. Unnið er að því að ná samningum við Len Wiseman, þann sem leikstýrði fjórðu myndinni Live Free or Die Hard, en myndina á að vera einhverskonar forsaga lögreglumannsins John McClane, sem aðdáendur hafa fylgt eftir eftir í 27 ár. Myndin mun segja frá ungum McClane þegar hann stígur sín fyrstu skref sem lögreglumaður í New York-borg árið 1979, löngu áður en hann varð að einum öflugasta rannsóknarlögreglumanni Bandaríkjanna. Þó svo að myndin fylgi eftir ungum McClane mun hinn sextugi Bruce Willis endurtaka leikinn í sjötta sinn í þessu vinsælasta hlutverki sínu en orðið á götunni er að saga sjöttu myndarinnar muni fylgja eftir McClane undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og í nútímanum. Die Hard-serían má sannarlega muna fífil sinn fegurri. Hún gerði Willis að stór stjörnu en fimmta myndin í seríunni, A Good Day to Die Hard, þótti hörmulega misheppnuð. Fékk skelfilega dóma, 14% á Rotten Tomatoes, og var undir væntingum þegar kom að miðasölu í kvikmyndahúsum. Fordæmi eru fyrir þessari sögu sem á að birtast áhorfendum í sjöttu myndinni. Árið 2009 sendi myndasagnaútgáfan Boom! Studios frá sér myndasögu sem sagði frá nýliðanum John McClane þegar mikil hátíðarhöld eiga sér stað í New York árið 1979 í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá því að Bandaríkin urðu að sjálfstæðri þjóð. Líkt og hann er þekktur fyrir leitar McClane uppi vandræði í þeirri sögu og nær að pirra glæpamenn óstjórnlega með óþreytandi elju sinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaverið Fox vinnur nú hörðum höndum að því að láta sjöttu Die Hard-myndina verða að veruleika. Unnið er að því að ná samningum við Len Wiseman, þann sem leikstýrði fjórðu myndinni Live Free or Die Hard, en myndina á að vera einhverskonar forsaga lögreglumannsins John McClane, sem aðdáendur hafa fylgt eftir eftir í 27 ár. Myndin mun segja frá ungum McClane þegar hann stígur sín fyrstu skref sem lögreglumaður í New York-borg árið 1979, löngu áður en hann varð að einum öflugasta rannsóknarlögreglumanni Bandaríkjanna. Þó svo að myndin fylgi eftir ungum McClane mun hinn sextugi Bruce Willis endurtaka leikinn í sjötta sinn í þessu vinsælasta hlutverki sínu en orðið á götunni er að saga sjöttu myndarinnar muni fylgja eftir McClane undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og í nútímanum. Die Hard-serían má sannarlega muna fífil sinn fegurri. Hún gerði Willis að stór stjörnu en fimmta myndin í seríunni, A Good Day to Die Hard, þótti hörmulega misheppnuð. Fékk skelfilega dóma, 14% á Rotten Tomatoes, og var undir væntingum þegar kom að miðasölu í kvikmyndahúsum. Fordæmi eru fyrir þessari sögu sem á að birtast áhorfendum í sjöttu myndinni. Árið 2009 sendi myndasagnaútgáfan Boom! Studios frá sér myndasögu sem sagði frá nýliðanum John McClane þegar mikil hátíðarhöld eiga sér stað í New York árið 1979 í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá því að Bandaríkin urðu að sjálfstæðri þjóð. Líkt og hann er þekktur fyrir leitar McClane uppi vandræði í þeirri sögu og nær að pirra glæpamenn óstjórnlega með óþreytandi elju sinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira