Heyrnarlaus börn fylgi jafnöldrum sínum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. september 2015 19:15 Grunnskólakennari, sem kennir heyrnarlausum börnum, segir að það muni auka möguleika barnanna til menntunar töluvert að láta þau hafa námsefni á táknmáli, en til stendur að vinna við það hefjist á næsta ári. Heyrnarlaus börn komi þá til með að fylgja frekar námsframvindu jafnaldra sinna. Í fréttum okkar undanfarið höfum við greint frá stöðu heyrnalausra barna á Íslandi. Hingað til hafa þau ekki fengið námsefni táknmáli, sem er þeirra móðurmál, en menntamálaráðherra hefur nú gert ráð fyrir tíu milljóna króna aukafjárframlagi til Samskiptamiðstöðvar svo hægt sé að hefja vinnu við að framleiða námsefni við hæfi. Hjördís Anna Haraldsdóttir hefur kennt heyrnarlausum börnum í Hlíðaskóla síðastliðin níu ár. Hún segir það breyta miklu fái börnin námsefni á táknmáli. Þá geti þau til að mynda lært sjálf heima. „Þetta þýðir fleiri möguleikar fyrir nemendur. Kennarar verða meðvitaðri og öruggari í sinni kennslu. Og börnin fylgja þá frekar jafnöldrum sínum í námi,“ Segir Hjördís. Hún segir breytinguna löngu tímabæra. Það séu mannréttindi barnanna að fá námsefni á sínu móðurmáli. „Áhersla á menntun er alltaf ofboðslega mikil vegna þess að hún hefur svo mikil áhrif á lífsgæði í framtíðinni. við erum þar með að auka möguleika þessara nemenda til þess að læra og við erum að auka aðgengi þeirra. Það hefur verið svolítið hingað til þannig að nemendurnir hafa þurft að aðlaga sig að okkar samfélagi, okkar námsefni, okkar skóla. Nú erum við kannski að fara að koma til móts við þennan hóp sem lærir í gegnum táknmál,“ segir Hjördís Anna. Milljónirnar tíu dugi þó varla fyrir öllu verkefninu þó þær séu ágætis byrjun. „Mér finnst þetta fín byrjun. Ég veit þetta er ekki nóg, langt frá því, en ég fagna þessu samt. Þetta er ávkeðin viðurkenning á þessum vanda,“ segir Hjördís Anna. Tengdar fréttir "Þetta var það eina í stöðunni“ Tvær íslenskar barnafjölskyldur fluttu til Danmerkur í sumar vegna skorts á þjónustu við heyrnarlaus börn. Annar fjölskyldufaðirinn segir að yfirvöld bregðist of hægt við og að annað hafi ekki verið í stöðunni. 14. september 2015 19:15 Yfir tugur heyrnarlausra barna fá ekki námsefni Á þriðja tug heyrnarlausra grunnskólabarna hér á landi þarf námsefni á táknmáli en ekkert þeirra hefur aðgang að því þar sem það er ekki framleitt. 21. ágúst 2015 19:30 Fjölskyldur heyrnarlausra barna flytja úr landi Tvær sex manna íslenskar fjölskyldur fluttu í lok sumars til smábæjarins Fredericia í Danmörku vegna lélegrar þjónustu við heyrnarlaus börn á Íslandi. 14. september 2015 17:06 Heyrnarlaus fær ekki námsgögn: „Fáránlegt að við þurfum að höfða mál“ Hæstiréttur vísaði kröfu Andra Fannars Ágústssonar, um þýðingu á námsefni handa honum, frá dómi. Rekstur málsins hefur tekið ár og ekki sér fyrir enda þess í bráð. 17. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Grunnskólakennari, sem kennir heyrnarlausum börnum, segir að það muni auka möguleika barnanna til menntunar töluvert að láta þau hafa námsefni á táknmáli, en til stendur að vinna við það hefjist á næsta ári. Heyrnarlaus börn komi þá til með að fylgja frekar námsframvindu jafnaldra sinna. Í fréttum okkar undanfarið höfum við greint frá stöðu heyrnalausra barna á Íslandi. Hingað til hafa þau ekki fengið námsefni táknmáli, sem er þeirra móðurmál, en menntamálaráðherra hefur nú gert ráð fyrir tíu milljóna króna aukafjárframlagi til Samskiptamiðstöðvar svo hægt sé að hefja vinnu við að framleiða námsefni við hæfi. Hjördís Anna Haraldsdóttir hefur kennt heyrnarlausum börnum í Hlíðaskóla síðastliðin níu ár. Hún segir það breyta miklu fái börnin námsefni á táknmáli. Þá geti þau til að mynda lært sjálf heima. „Þetta þýðir fleiri möguleikar fyrir nemendur. Kennarar verða meðvitaðri og öruggari í sinni kennslu. Og börnin fylgja þá frekar jafnöldrum sínum í námi,“ Segir Hjördís. Hún segir breytinguna löngu tímabæra. Það séu mannréttindi barnanna að fá námsefni á sínu móðurmáli. „Áhersla á menntun er alltaf ofboðslega mikil vegna þess að hún hefur svo mikil áhrif á lífsgæði í framtíðinni. við erum þar með að auka möguleika þessara nemenda til þess að læra og við erum að auka aðgengi þeirra. Það hefur verið svolítið hingað til þannig að nemendurnir hafa þurft að aðlaga sig að okkar samfélagi, okkar námsefni, okkar skóla. Nú erum við kannski að fara að koma til móts við þennan hóp sem lærir í gegnum táknmál,“ segir Hjördís Anna. Milljónirnar tíu dugi þó varla fyrir öllu verkefninu þó þær séu ágætis byrjun. „Mér finnst þetta fín byrjun. Ég veit þetta er ekki nóg, langt frá því, en ég fagna þessu samt. Þetta er ávkeðin viðurkenning á þessum vanda,“ segir Hjördís Anna.
Tengdar fréttir "Þetta var það eina í stöðunni“ Tvær íslenskar barnafjölskyldur fluttu til Danmerkur í sumar vegna skorts á þjónustu við heyrnarlaus börn. Annar fjölskyldufaðirinn segir að yfirvöld bregðist of hægt við og að annað hafi ekki verið í stöðunni. 14. september 2015 19:15 Yfir tugur heyrnarlausra barna fá ekki námsefni Á þriðja tug heyrnarlausra grunnskólabarna hér á landi þarf námsefni á táknmáli en ekkert þeirra hefur aðgang að því þar sem það er ekki framleitt. 21. ágúst 2015 19:30 Fjölskyldur heyrnarlausra barna flytja úr landi Tvær sex manna íslenskar fjölskyldur fluttu í lok sumars til smábæjarins Fredericia í Danmörku vegna lélegrar þjónustu við heyrnarlaus börn á Íslandi. 14. september 2015 17:06 Heyrnarlaus fær ekki námsgögn: „Fáránlegt að við þurfum að höfða mál“ Hæstiréttur vísaði kröfu Andra Fannars Ágústssonar, um þýðingu á námsefni handa honum, frá dómi. Rekstur málsins hefur tekið ár og ekki sér fyrir enda þess í bráð. 17. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
"Þetta var það eina í stöðunni“ Tvær íslenskar barnafjölskyldur fluttu til Danmerkur í sumar vegna skorts á þjónustu við heyrnarlaus börn. Annar fjölskyldufaðirinn segir að yfirvöld bregðist of hægt við og að annað hafi ekki verið í stöðunni. 14. september 2015 19:15
Yfir tugur heyrnarlausra barna fá ekki námsefni Á þriðja tug heyrnarlausra grunnskólabarna hér á landi þarf námsefni á táknmáli en ekkert þeirra hefur aðgang að því þar sem það er ekki framleitt. 21. ágúst 2015 19:30
Fjölskyldur heyrnarlausra barna flytja úr landi Tvær sex manna íslenskar fjölskyldur fluttu í lok sumars til smábæjarins Fredericia í Danmörku vegna lélegrar þjónustu við heyrnarlaus börn á Íslandi. 14. september 2015 17:06
Heyrnarlaus fær ekki námsgögn: „Fáránlegt að við þurfum að höfða mál“ Hæstiréttur vísaði kröfu Andra Fannars Ágústssonar, um þýðingu á námsefni handa honum, frá dómi. Rekstur málsins hefur tekið ár og ekki sér fyrir enda þess í bráð. 17. ágúst 2015 21:30