Enski boltinn

Stuðningsmenn West Ham reglulegir gestir á húðflúrsstofum undanfarnar vikur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn West Ham fagna sigrinum gegn Manchester City.
Leikmenn West Ham fagna sigrinum gegn Manchester City. Vísir/Getty
Stuðningsmenn West Ham áttu eflaust ekki von á að taka mörg stig, hvað þá níu, úr fyrstu þremur útileikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni en félagið hefur unnið Arsenal, Liverpool og Manchester City á útivelli í fyrstu umferðunum.

Sigurinn gegn Arsenal í fyrstu umferð kom töluvert á óvart en lærisveinar Slaven Bilic fylgdu því eftir með sannfærandi 3-0 sigri á Anfield á dögunum.

Næst í röðinni var Manchester City sem var á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga og ekki búið að fá á sig mark en gestirnir frá London tóku stigin þrjú með sér í 2-1 sigri.

Hafa stuðningsmenn West Ham verið duglegir að fá sér húðflúr til minningar um leikina en myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

West Ham rúllaði yfir Liverpool

West Ham United vann góðan sigur á Liverpool, 3-0, í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×