Innlent

Ferðalag Florians heitins enn hulin ráðgáta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lík Florians fannst í Laxárdal.
Lík Florians fannst í Laxárdal. Mynd/Loftmyndir.is
Lögreglan á Suðurlandi hefur engar frekari ábendingar fengið er varða ferðalag hins franska Florian Maurice Francois Cendre hér á Íslandi.

Það var göngufólk sem fann lík Frakkans nítján ára gamla við Sauðdrápsgil í Laxárdal í Nesjum þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn en banamein Florians liggur ekki fyrir. 

Krufning var framkvæmd daginn eftir að lík hans fannst en krufningarskýrslan liggur ekki fyrir að sögn Þorgríms Óla Sigurðarsonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Vitað er  að Florian kom með flugi til Íslands þann 1. október í fyrra. Hann gisti eina nótt á hóteli í Reykjavík en daginn eftir fór hann með flugi til Hafnar í Hornafirði.

Eftir það er ekkert vitað um ferðir hans. Því liðu tæpir tíu mánuðir frá því hann kom til Íslands og þar til lík hans fannst.

Þeir sem geta veit upplýsingar eða telja sig hafa séð til hans eftir komuna til lands geta haft samband við lögregluna á sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×