Fótbolti

Zlatan nálgast markamet Paris Saint-Germain

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Zlatan tekur hér aukaspyrnu gegn Guingamp.
Zlatan tekur hér aukaspyrnu gegn Guingamp. Vísir/Getty
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic er aðeins þremur mörkum frá því að verða markahæsti leikmaðurinn í sögu Paris Saint-Germain eftir 134 leiki í treyju frönsku meistaranna.

Zlatan skoraði fyrsta mark sitt á á tímabilinu í 3-0 sigri PSG á Guingamp en hann hafði ekki skorað í 500 mínútur fram að markinu.

Var þetta mark númer 107 í herbúðum PSG og nálgast hann nú markamet félagsins sem portúgalski framherjinn Pauleta á.

Pauleta lék á sínum tíma 211 leiki fyrir PSG á fimm árum og skoraði í þeim 109 mörk, tveimur mörkum meira en Zlatan hefur náð í 134 leikjum.

Má því segja að það sé spurning um hvenær en ekki hvort Zlatan, setji nýtt markamet hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×