Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Valur Páll Eiríksson skrifar 5. nóvember 2025 22:10 Burn og Osimhen voru á skotskónum og þeirra lið vel sett. Mourinho gengur lítið að snúa gengi Benfica við í Meistaradeildinni. Samsett/Getty Áhugaverð úrslit litu dagsins ljós í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Galatasaray er á góðum stað líkt og Newcastle. Illa gengur hjá José Mourinho að snúa blaðinu við. Osimhen þrjú, Ajax núll Nígeríski framherjinn Victor Osimhen skoraði öll þrjú mörkin fyrir Galatasaray, þar af tvö af vítapunktinum, í öruggum sigri á lánlausu liði Ajax. Victor Osimhen skoraði þrjú mörk.Ahmad Mora/Getty Images Galatasaray vinnur þar með þriðja leik sinn í keppninni í röð og er með níu stig. Það gengur hvorki né rekur hjá Ajax sem er án stiga með markatöluna 1-14 á botni deildarkeppninnar. Magurt hjá Mourinho Tilraun José Mourinho til að snúa við gengi Benfica í Meistaradeildinni gengur hægt. Forveri hans í starfi var rekinn eftir 3-2 tap fyrir Qarabag frá Aserbaísjan í fyrstu umferðinni en Mourinho hefur enn ekki fengið stig í keppninni. Einmanalegt er í stjórasæti Mourinho þessa dagana.Gualter Fatia/Getty Images Tékkinn Patrik Schick tryggði Leverkusen 1-0 sigur á Benfica á Leikvangi Ljóssins í Lissabon. Um er að ræða fyrsta sigur Leverkusen-liðsins í vetur og er Bayer með fimm stig. Inter með fullt hús Inter er sem fyrr með fullt hús eftir sigur á Kairat frá Kasakstan. Hann var þó ekki eins þægilegur og margur hefði haldið. Lautaro Martínez kom Inter yfir í fyrri hálfleik en Ofri Arad jafnaði fyrir gestina snemma í síðari hálfleik. Staðan var jöfn í um tólf mínútur en Brassinn Carlos Augusto tryggði Inter 2-1 sigur. Inter er því á toppnum ásamt Bayern Munchen og Arsenal með fullt hús stiga. Furðuleg atburðarrás í Marseille Atalanta vann 1-0 sigur á Marseille þökk sér frábæru marki Serbans Lazar Samardzic á nítugustu mínútu. Markið skoraði hann örfáum sekúndum eftir að Marseille vildi, að því er virðist réttilega, fá vítaspyrnu vegna hendi innan teigs. Eftir endurskoðun myndbandsdómara var ákveðið að gefa Marseille ekki vítaspyrnuna og leyfa fallegu marki Samardzic að standa. Áður hafði Atalanta klúðrað víti og mark verið dæmt af Ítölunum eftir endurskoðun VAR. Newcastle vel settir Burn brenndi Baskana.AFP/Henry Nicholls Mörk Dan Burn og Joelinton tryggðu Newcastle góðan 2-0 heimasigur á Athletic Bilbao frá Baskalandi. Newcastle er með níu stig í deildinni, og er þar í hópi með PSG, Real Madrid, Liverpool og áðurnefndu liði Galatasaray. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira
Osimhen þrjú, Ajax núll Nígeríski framherjinn Victor Osimhen skoraði öll þrjú mörkin fyrir Galatasaray, þar af tvö af vítapunktinum, í öruggum sigri á lánlausu liði Ajax. Victor Osimhen skoraði þrjú mörk.Ahmad Mora/Getty Images Galatasaray vinnur þar með þriðja leik sinn í keppninni í röð og er með níu stig. Það gengur hvorki né rekur hjá Ajax sem er án stiga með markatöluna 1-14 á botni deildarkeppninnar. Magurt hjá Mourinho Tilraun José Mourinho til að snúa við gengi Benfica í Meistaradeildinni gengur hægt. Forveri hans í starfi var rekinn eftir 3-2 tap fyrir Qarabag frá Aserbaísjan í fyrstu umferðinni en Mourinho hefur enn ekki fengið stig í keppninni. Einmanalegt er í stjórasæti Mourinho þessa dagana.Gualter Fatia/Getty Images Tékkinn Patrik Schick tryggði Leverkusen 1-0 sigur á Benfica á Leikvangi Ljóssins í Lissabon. Um er að ræða fyrsta sigur Leverkusen-liðsins í vetur og er Bayer með fimm stig. Inter með fullt hús Inter er sem fyrr með fullt hús eftir sigur á Kairat frá Kasakstan. Hann var þó ekki eins þægilegur og margur hefði haldið. Lautaro Martínez kom Inter yfir í fyrri hálfleik en Ofri Arad jafnaði fyrir gestina snemma í síðari hálfleik. Staðan var jöfn í um tólf mínútur en Brassinn Carlos Augusto tryggði Inter 2-1 sigur. Inter er því á toppnum ásamt Bayern Munchen og Arsenal með fullt hús stiga. Furðuleg atburðarrás í Marseille Atalanta vann 1-0 sigur á Marseille þökk sér frábæru marki Serbans Lazar Samardzic á nítugustu mínútu. Markið skoraði hann örfáum sekúndum eftir að Marseille vildi, að því er virðist réttilega, fá vítaspyrnu vegna hendi innan teigs. Eftir endurskoðun myndbandsdómara var ákveðið að gefa Marseille ekki vítaspyrnuna og leyfa fallegu marki Samardzic að standa. Áður hafði Atalanta klúðrað víti og mark verið dæmt af Ítölunum eftir endurskoðun VAR. Newcastle vel settir Burn brenndi Baskana.AFP/Henry Nicholls Mörk Dan Burn og Joelinton tryggðu Newcastle góðan 2-0 heimasigur á Athletic Bilbao frá Baskalandi. Newcastle er með níu stig í deildinni, og er þar í hópi með PSG, Real Madrid, Liverpool og áðurnefndu liði Galatasaray.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira