Níu ára einhverfur drengur skilinn eftir á bílaplani af ferðaþjónustu fatlaðra Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. september 2015 19:15 Ferðaþjónusta fatlaðra skildi níu ára gamlan einhverfan dreng eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili hans í síðustu viku, í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Framkvæmdastjóri Strætó segir ástæðuna að skráningu um drenginn hafi verið ábótavant í kerfi ferðaþjónustunnar. Jafet getur ekki gengið í venjulegan grunnskóla heldur er hann í Vogaskóla þar sem er sérstök einhverfudeild. Til að komast í og úr skóla frá heimili sínu í Árbæ nýtir hann sér ferðaþjónustu fatlaðra. Í gögnum Strætó stendur skýrt að aka eigi drengum til og frá heimili hans, enda hefur hann aldrei fyrr verið keyrður á vitlausan stað. Atvikið tók nokkuð á drenginn en á ferðalaginu týndi hann síma sem hann hafði nýlega fengið. Bílstjórinn sem keyrði Jafet viðurkennir að hafa látið hann út á planinu við Krónuna, en segist hafa séð hann ganga inn um dyrnar heima hjá sér. Á myndum sem Stöð 2 tók í dag sést þó að nánast ómögulegt sé að bílstjórinn hafi séð drenginn fara inn til sín frá bílastæðinu á Krónunni. Raunar hefði hann þurft að fylgja honum langleiðina heim til að sjá hann fara inn um dyrnar. „Hann segist hafa séð hann ganga inn um dyrnar. Og samkvæmt okkar skráningum þá eru engar sérstakar skráningar um þennan aðila. Það var ekkert um að hann ætti að fara í hendurnar á einhverjum fylgdarmanni eða forráðamanni. En við höfum lagt á það áherslu við bílstjóra að krakkar séu helst ekki látnir af hendi nema einhver taki á móti þeim,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, En liggur ekki ljóst fyrir að það þurfi að skutla börnum bara heim að dyrum? „Jújú, það má svo sem segja það ef það er hægt. En sem betur fer er hann þó ekki meira einhverfur en það að hann getur þó allavega ratað heim,“ segir Jóhannes. Ljóst er þó að drengnum var ekið á vitlausan stað. „En nú er búið að bæta úr þessu þannig að þetta kemur ekki fyrir aftur,“ segir Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Ferðaþjónusta fatlaðra skildi níu ára gamlan einhverfan dreng eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili hans í síðustu viku, í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Framkvæmdastjóri Strætó segir ástæðuna að skráningu um drenginn hafi verið ábótavant í kerfi ferðaþjónustunnar. Jafet getur ekki gengið í venjulegan grunnskóla heldur er hann í Vogaskóla þar sem er sérstök einhverfudeild. Til að komast í og úr skóla frá heimili sínu í Árbæ nýtir hann sér ferðaþjónustu fatlaðra. Í gögnum Strætó stendur skýrt að aka eigi drengum til og frá heimili hans, enda hefur hann aldrei fyrr verið keyrður á vitlausan stað. Atvikið tók nokkuð á drenginn en á ferðalaginu týndi hann síma sem hann hafði nýlega fengið. Bílstjórinn sem keyrði Jafet viðurkennir að hafa látið hann út á planinu við Krónuna, en segist hafa séð hann ganga inn um dyrnar heima hjá sér. Á myndum sem Stöð 2 tók í dag sést þó að nánast ómögulegt sé að bílstjórinn hafi séð drenginn fara inn til sín frá bílastæðinu á Krónunni. Raunar hefði hann þurft að fylgja honum langleiðina heim til að sjá hann fara inn um dyrnar. „Hann segist hafa séð hann ganga inn um dyrnar. Og samkvæmt okkar skráningum þá eru engar sérstakar skráningar um þennan aðila. Það var ekkert um að hann ætti að fara í hendurnar á einhverjum fylgdarmanni eða forráðamanni. En við höfum lagt á það áherslu við bílstjóra að krakkar séu helst ekki látnir af hendi nema einhver taki á móti þeim,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, En liggur ekki ljóst fyrir að það þurfi að skutla börnum bara heim að dyrum? „Jújú, það má svo sem segja það ef það er hægt. En sem betur fer er hann þó ekki meira einhverfur en það að hann getur þó allavega ratað heim,“ segir Jóhannes. Ljóst er þó að drengnum var ekið á vitlausan stað. „En nú er búið að bæta úr þessu þannig að þetta kemur ekki fyrir aftur,“ segir Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira