Enski boltinn

Van Gaal: Vinnum Liverpool en ekki titilinn á þessu tímabili

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Van Gaal fyrir leikinn gegn Swansea.
Van Gaal fyrir leikinn gegn Swansea. Vísir/Getty
Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, fullyrti í samtali við BBC að liðið myndi vinna erkifjendur sína í Liverpool í leik liðanna um helgina en að liðið yrði ekki meistari á þessu tímabili.

Bæði lið koma inn í leikinn eftir að hafa tapað nokkuð óvænt um síðustu helgi en Manchester United tapaði 1-2 gegn Swansea á útivelli eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleik. Van Gaal segist hinsvegar vera fullviss um að lærisveinar hans vinni leik liðanna um helgina en Manchester United hafði betur í báðum leikjum liðanna á síðasta tímabili.

„Mér þykir það leitt en tapið gegn Swansea var mér að kenna. Engar áhyggjur samt, við munum vinna leikinn gegn Liverpool á laugardaginn,“ sagði Van Gaal sem sagði að liðið gæti barist um titilinn á næsta tímabili.

„Annað eða þriðja sæti er raunsætt mat en við munum berjast um titilinn á næsta tímabili. Ég er þakklátur stuðningsmönnum liðsins fyrir að treysta mér fyrir þessu, þetta eru bestu aðdáendur heimsins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×