Enski boltinn

Pulis: Berahino getur verið barnalegur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Saido Berahino, leikmaður WBA.
Saido Berahino, leikmaður WBA. Vísir/Getty
Tony Pulis, knattspyrnustjóri West Brom, gerði lítið úr hegðun Saido Berahino, leikmanns liðsins, þegar hann sagðist aldrei ætla að spila aftur fyrir félagið á samskiptamiðlum eftir að WBA hafnaði tilboði Tottenham í hann.

Tottenham lagði fram fjögur tilboð í Berahino í sumar án árangurs þrátt fyrir að Berahino hefði beðið um sölu frá félaginu. Var hann afar ósáttur þegar WBA hafnaði síðasta tilboði Tottenham á lokadegi félagsskiptagluggans og sagðist aldrei ætla að spila fyrir félagið á ný.

Pulis gerði lítið úr athugasemdum Berahino og sagði að hann gæti komið við sögu í leik liðsins gegn Southampton um helgina.

„Hann getur verið barnalegur og óþroskaður oft en ég vill bara koma honum aftur inn á völlinn. Hann vill spila fyrir lið í fremstu röð og ég vildi að fleiri leikmenn hérna hefðu sömu markmið. Vandamálið er hvernig hann hefur hegðað sér, hann hefur ekki sýnt félaginu næga virðingu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×