Hægt að hafa áhrif á samfélagið með einni mínútu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. september 2015 20:27 Hallfríður Þóra ásamt samstarfskonu sinni, Aude Busson. Vísir/Hallfríður Kvikmyndahátíðin RIFF blæs nú í þriðja sinn til svokallaðrar Einnar mínútu myndakeppni en í því felst að aðeins er tekið við stuttmyndum sem eru ein mínúta að lengd. Þemað í ár er barátta með sérstaka áherslu á kvenréttindi og umhverfismál. Hver sem er má senda inn mynd tekna á hvaða tæki sem er. „Fólki gæti þótt það pínulítið óþægilegt að fara að setja sögu í samhengi á einni mínútu,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF. „En eðli einnar mínútu myndar er að hún fangar augnablik. Það getur ótrúlega mikið komist fyrir í einni mínútu. Allt frá tilfinningu til sögu til sambands milli einstaklinga eða jafnvel skilaboð.“ Hallfríður segist sérstaklega hafa trú á að einnar mínútu myndir geti verið vel til þess fallnar að koma skilaboðum á framfæri, sérstaklega þegar kemur að þema keppninnar: barátta. „Ég held að allir Íslendingar geti verið sammála með að barátta sé eitthvað sem einkennir okkur. Nú þessa dagana er það barátta fyrir að hleypa fleira flóttafólki til landsins og bæta hag þeirra erlendis. Sömuleiðis eru okkur hugleikin kvenréttindamál og umhverfismál. Ég gæti talið í allan dag, við erum að berjast fyrir svo mörgu. Mér finnst svo fallegt að fólk geti nú skapað mynd á einni mínútu og komið á framfæri skilaboðum um það málefni sem hver einstaklingur vill berjast fyrir. Myndirnar mega ögra, þær mega vera fallegar og svo framvegis. Við viljum gefa öllum listrænt frelsi til að tjá sig.“ Hægt er að senda inn myndir með slóð á vefsvæði sem geymir myndina, til dæmis Youtube eða Vimeo, á einminuta@riff.is með nafni þátttakanda og aldri. Hægt er að senda myndir inn til og með 19. september. „Svo getur einhver hæfileikaríkur unnið þessa keppni,“ útskýrir Hallfríður en valdar myndir verða frumsýndar laugardaginn 26. september á Loft hostel. Þar verður sigurvegarinn tilkynntur og hlýtur verðlaun. Hallfríður bendir á The One Minutes fyrir þá sem hafa áhuga á þessu sérstaka kvikmyndaformi en RIFF mun sýna einnar mínútu myndir á hátíðinni. Hún hefst 24. september næstkomandi. RIFF Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Kvikmyndahátíðin RIFF blæs nú í þriðja sinn til svokallaðrar Einnar mínútu myndakeppni en í því felst að aðeins er tekið við stuttmyndum sem eru ein mínúta að lengd. Þemað í ár er barátta með sérstaka áherslu á kvenréttindi og umhverfismál. Hver sem er má senda inn mynd tekna á hvaða tæki sem er. „Fólki gæti þótt það pínulítið óþægilegt að fara að setja sögu í samhengi á einni mínútu,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF. „En eðli einnar mínútu myndar er að hún fangar augnablik. Það getur ótrúlega mikið komist fyrir í einni mínútu. Allt frá tilfinningu til sögu til sambands milli einstaklinga eða jafnvel skilaboð.“ Hallfríður segist sérstaklega hafa trú á að einnar mínútu myndir geti verið vel til þess fallnar að koma skilaboðum á framfæri, sérstaklega þegar kemur að þema keppninnar: barátta. „Ég held að allir Íslendingar geti verið sammála með að barátta sé eitthvað sem einkennir okkur. Nú þessa dagana er það barátta fyrir að hleypa fleira flóttafólki til landsins og bæta hag þeirra erlendis. Sömuleiðis eru okkur hugleikin kvenréttindamál og umhverfismál. Ég gæti talið í allan dag, við erum að berjast fyrir svo mörgu. Mér finnst svo fallegt að fólk geti nú skapað mynd á einni mínútu og komið á framfæri skilaboðum um það málefni sem hver einstaklingur vill berjast fyrir. Myndirnar mega ögra, þær mega vera fallegar og svo framvegis. Við viljum gefa öllum listrænt frelsi til að tjá sig.“ Hægt er að senda inn myndir með slóð á vefsvæði sem geymir myndina, til dæmis Youtube eða Vimeo, á einminuta@riff.is með nafni þátttakanda og aldri. Hægt er að senda myndir inn til og með 19. september. „Svo getur einhver hæfileikaríkur unnið þessa keppni,“ útskýrir Hallfríður en valdar myndir verða frumsýndar laugardaginn 26. september á Loft hostel. Þar verður sigurvegarinn tilkynntur og hlýtur verðlaun. Hallfríður bendir á The One Minutes fyrir þá sem hafa áhuga á þessu sérstaka kvikmyndaformi en RIFF mun sýna einnar mínútu myndir á hátíðinni. Hún hefst 24. september næstkomandi.
RIFF Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira