Enski boltinn

Sakho framlengir við Liverpool

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mamadou Sakho var fyrirliði Liverpool í gærkvöldi.
Mamadou Sakho var fyrirliði Liverpool í gærkvöldi. vísir/getty
Franski miðvörðurinn Mamadou Sakho skrifaði í dag undir þriggja ára framlengingu á samningi sínum við Liverpool.

Sakho átti tvö ár eftir af núgildandi samning og er því samningsbundinn Liverpool til 2020.

Þessi öflugi miðvörður hefur ekki komið mikið við sögu hjá Liverpool á tímabilinu, en hann var góður í Evrópudeildinni í gærkvöldi þar sem Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Bordeaux.

„Hann veit að hann verður að vera þolinmóður, en viðhorfið sem hann sýnir er frábært. Hann æfir mjög vel og er virkilega góður atvinnumaður,“ sagði Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir leikinn í gær.

Sakho kom til Liverpool 2013 frá Paris-Saint Germain, en hann hefur þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu á yfirstandandi leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×