Svartamarkaðsbrask með miða á landsleikinn blómstrar Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2015 10:18 Jóhann vallarstjóri er með allt á hreinu. Íslendingar njóta þess að fá þúsund miða sem Kasakar nýta ekki. Á netmarkaðstorginu Bland eru miðar á landsleik Íslands og Kasakstan á sunnudaginn komnir upp í 25 þúsund krónur síðast þegar spurðist og fer verð hækkandi. Þjóðin er varla búin að jafna sig eftir glæstan sigur gegn Hollendingum í gær; en strax á sunnudag er leikur á Laugardagsvelli í riðlakeppni EM. Ísland – Kasakstan. Þar ræðst að öllum líkindum hvort Íslendingar komast í úrslitakeppnina sjálfa. Löngu er uppselt á leikinn og stefnir í mikla stemmningu. Þetta er stemmning sem margir vilja upplifa. Eftirspurn er því mikil eftir miðum á leikinn og þá blómstrar hinn svarti markaður.Varað við útprentuðum E-miðum Jóhann G. Kristinsson er vallarstjóri á Laugardalsvelli og þar stendur mikið til. Hann segir að aukin öryggisgæsla verði á vellinum, 130 manns að minnsta kosti og þá var verið að taka í notkun nýja miðaskanna í stúku austur, stúkan með bláu sætunum, sem á að veita aukið öryggi og skilvirkni. Að sögn Jóhanns hafa þeir ekki lent í því að þurfa að stöðva fólk með falsaða miða en þeir vara engu að síður við því að fólk kaupi útprentaða E-miða.Fáir frá Kasakstan væntanlegirSætin á Laugardalsvellinum eru rúmlega 9.700, og var uppselt klukkutíma eftir að opnað var fyrir miðasölu fyrir um hálfum mánuði. Athyglisvert er að Kasakstanir nýttu sér ekki þá miða sem þeim eru ætlaðir í almennri sölu. Erlend lið eiga rétt á 1050 miðum en í þessu tilfelli var það ekki nýtt. „Þeir eiga alltaf hundrað miða í VIP, eða í betri aðstöðu, en þeir nýttu ekki þessa 1050 miða. Þetta eru þrjú hólf í minni stúkunni, alltaf verið þar í endanum en nú eru Íslendingar í öllum. Fleiri Íslendingar sem njóta en vanalega, að koma á völlinn,“ segir Jóhann. „Það verður gaman ef við vinnum og gerum þetta með stæl. Okkar menn eru til alls líklegir og hafa sannað það, svo um munar.“Engin sala fyrir utan leikvanginn Eins og áður sagði hafa þeir á Laugardalsvelli ekki lent í því að þurfa að vísa fólki frá vegna falsaðra miða en allur er varinn þó góður. Þá hefur ekki myndast hefð fyrir því, að sögn Jóhanns, að menn komi sér fyrir utan leikvangs og falbjóði miða eins og víða þekkist erlendis. Helst að það komi þar fólk sem ekki getur nýtt sinn miða og vill losa sig við hann, og fátt eitt við það að athuga. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Á netmarkaðstorginu Bland eru miðar á landsleik Íslands og Kasakstan á sunnudaginn komnir upp í 25 þúsund krónur síðast þegar spurðist og fer verð hækkandi. Þjóðin er varla búin að jafna sig eftir glæstan sigur gegn Hollendingum í gær; en strax á sunnudag er leikur á Laugardagsvelli í riðlakeppni EM. Ísland – Kasakstan. Þar ræðst að öllum líkindum hvort Íslendingar komast í úrslitakeppnina sjálfa. Löngu er uppselt á leikinn og stefnir í mikla stemmningu. Þetta er stemmning sem margir vilja upplifa. Eftirspurn er því mikil eftir miðum á leikinn og þá blómstrar hinn svarti markaður.Varað við útprentuðum E-miðum Jóhann G. Kristinsson er vallarstjóri á Laugardalsvelli og þar stendur mikið til. Hann segir að aukin öryggisgæsla verði á vellinum, 130 manns að minnsta kosti og þá var verið að taka í notkun nýja miðaskanna í stúku austur, stúkan með bláu sætunum, sem á að veita aukið öryggi og skilvirkni. Að sögn Jóhanns hafa þeir ekki lent í því að þurfa að stöðva fólk með falsaða miða en þeir vara engu að síður við því að fólk kaupi útprentaða E-miða.Fáir frá Kasakstan væntanlegirSætin á Laugardalsvellinum eru rúmlega 9.700, og var uppselt klukkutíma eftir að opnað var fyrir miðasölu fyrir um hálfum mánuði. Athyglisvert er að Kasakstanir nýttu sér ekki þá miða sem þeim eru ætlaðir í almennri sölu. Erlend lið eiga rétt á 1050 miðum en í þessu tilfelli var það ekki nýtt. „Þeir eiga alltaf hundrað miða í VIP, eða í betri aðstöðu, en þeir nýttu ekki þessa 1050 miða. Þetta eru þrjú hólf í minni stúkunni, alltaf verið þar í endanum en nú eru Íslendingar í öllum. Fleiri Íslendingar sem njóta en vanalega, að koma á völlinn,“ segir Jóhann. „Það verður gaman ef við vinnum og gerum þetta með stæl. Okkar menn eru til alls líklegir og hafa sannað það, svo um munar.“Engin sala fyrir utan leikvanginn Eins og áður sagði hafa þeir á Laugardalsvelli ekki lent í því að þurfa að vísa fólki frá vegna falsaðra miða en allur er varinn þó góður. Þá hefur ekki myndast hefð fyrir því, að sögn Jóhanns, að menn komi sér fyrir utan leikvangs og falbjóði miða eins og víða þekkist erlendis. Helst að það komi þar fólk sem ekki getur nýtt sinn miða og vill losa sig við hann, og fátt eitt við það að athuga.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira