Lára Rúnars frumsýnir nýtt myndband: „Mig langaði til þess að fanga þelið eins og það birtist milli tveggja einstaklinga“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2015 11:00 Myndir frá kvöldinu eru eftir M. Alexander Weber. vísir Það varð sannkölluð veisla fyrir öll skilningarvit í Petersen svítunni í Gamla bíó í gærkvöldi. Þá frumsýndi tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir nýtt tónlistarmyndband við titillag nýútkominnar plötu, Þel og hélt tónleika ásamt hljómsveit sinni. Fyrir tónleikana var að sjálfsögðu horft á leikinn og um leið var kynning á hinum sérbruggaða Petersen lager og Torres hvítvíni við mikla ánægju viðstaddra. ,,Mig langaði til þess að fanga þelið eins og það birtist milli tveggja einstaklinga, þennan kjarna sem dæmir engan og hefur ekki þörf til að skilgreina sig heldur finnur sér farveg þar sem hann á heima,“ segir Lára um lagið Þel. Með aðalhlutverkin í tónlistarmyndbandinu fara þær Guðrún Bjarnadóttir og Laufey Elíasdóttir en Dögg Mósesdóttir leikstýrði og vann myndbandið í samstarfi með Hrafni Garðarssyni. Myndbandið er framleitt af Marimo Films. ,,Myndbandið fjallar um stund þegar að tvær manneskjur ná svo sterkri tengingu að þær verða nánast sama manneskjan, hluti af hvor annarri. Persónurnar eru byggðar á tveimur nánum vinum mínum sem hafa veitt mér mikinn innblástur, annar er látinn en ég hitti hann stundum í draumi. Myndbandið er fullt af tilvísunum í klassískar kvikmyndir sem hafa veitt mér innblástur svo að þetta myndband er svolítið tileinkað andagiftinni,“ segir Dögg um myndbandið sem sjá má hér að neðan. Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Það varð sannkölluð veisla fyrir öll skilningarvit í Petersen svítunni í Gamla bíó í gærkvöldi. Þá frumsýndi tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir nýtt tónlistarmyndband við titillag nýútkominnar plötu, Þel og hélt tónleika ásamt hljómsveit sinni. Fyrir tónleikana var að sjálfsögðu horft á leikinn og um leið var kynning á hinum sérbruggaða Petersen lager og Torres hvítvíni við mikla ánægju viðstaddra. ,,Mig langaði til þess að fanga þelið eins og það birtist milli tveggja einstaklinga, þennan kjarna sem dæmir engan og hefur ekki þörf til að skilgreina sig heldur finnur sér farveg þar sem hann á heima,“ segir Lára um lagið Þel. Með aðalhlutverkin í tónlistarmyndbandinu fara þær Guðrún Bjarnadóttir og Laufey Elíasdóttir en Dögg Mósesdóttir leikstýrði og vann myndbandið í samstarfi með Hrafni Garðarssyni. Myndbandið er framleitt af Marimo Films. ,,Myndbandið fjallar um stund þegar að tvær manneskjur ná svo sterkri tengingu að þær verða nánast sama manneskjan, hluti af hvor annarri. Persónurnar eru byggðar á tveimur nánum vinum mínum sem hafa veitt mér mikinn innblástur, annar er látinn en ég hitti hann stundum í draumi. Myndbandið er fullt af tilvísunum í klassískar kvikmyndir sem hafa veitt mér innblástur svo að þetta myndband er svolítið tileinkað andagiftinni,“ segir Dögg um myndbandið sem sjá má hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp