Enski boltinn

Livermore sleppur við bann | Fannst kókaín í blóðsýni hans

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jake Livermore, miðjumaður Hull.
Jake Livermore, miðjumaður Hull. Vísir/Getty
Enska knattspyrnusambandið mun samkvæmt heimildum Daily Mail ekki setja Jake Livermore, leikmann Hull City, í bann eftir að kókaín fannst í blóði Livermore eftir leik liðsins gegn Crystal Palace í apríl síðastliðnum.

Livermore sem á einn leik að baki fyrir enska landsliðið var tekinn handahófskennt í lyfjapróf eftir 2-0 sigur Hull á Crystal Palace og fundust leifar af kókaíni í blóðsýni hans.

Greindi Steve Bruce, knattspyrnustjóri Hull frá því að hann hefði tekið efnið inn eftir að nýfætt barn hans lést á spítalanum nokkrum dögum áður.

Leiddi það til þess að hann varð þunglyndur og tók efnið inn en samkvæmt reglum knattspyrnusambandsins geta leikmenn sem greinast með kókaín í blóði átt von á allt að tveggja ára banni.

Tók knattspyrnusambandið aðstæður hans inn í málið og dæmdi hann í skilorðsbundið bann en hann gæti enn átt von á refsingu frá félagi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×