Enski boltinn

Mane er ekki til sölu

Mane á ferðinni með Southampton.
Mane á ferðinni með Southampton. vísir/getty
Man. Utd gafst upp á Spánverjanum Pedro í gær og fór að beina sjónum sínum að Sadio Mane, leikmanni Southampton.

Pedro mun líklega semja við Chelsea í dag en hermt var að Man. Utd hefði ekki viljað greiða þá 21 milljón punda sem leikmaðurinn kostaði. Það gerði Chelsea með bros á vör.

Seinni partinn fóru að berast fréttir af því að United vildi fá vængmanninn Sane. Hann setti met í ensku deildinni síðasta vetur er hann skoraði þrennu gegn Aston Villa á aðeins tveimur mínútum og 56 sekúndum.

Southampton hefur engan áhuga á að selja og segir einfaldlega að leikmaðurinn sé ekki til sölu.

Senegalinn skoraði tíu mörk í deildinni í fyrra og er eldfljótur. Það lítur því ekki út fyrir að Man. Utd fái þennan leikmann rétt eins og fleiri sem félagið hefur verið að reyna við í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×