Enski boltinn

Gefur atvinnulausum miða á völlinn

Naismith í viðtali á góðgerðargolfmóti. Hvað annað?
Naismith í viðtali á góðgerðargolfmóti. Hvað annað? vísir/getty
Skoski framherjinn hjá Everton, Steven Naismith, heldur áfram að hjálpa atvinnulausu fólki.

Á síðasta tímabili byrjaði hann að gefa atvinnulausum miða á völlinn. Hann vill létta lund þeirra sem standa í erfiðri leit að atvinnu.

„Ég fékk mjög góð viðbrögð við þessu í fyrra. Ekki bara skemmti fólk sér vel á vellinum heldur hjálpaði það fólki næstu vikurnar. Það kom meiri kraftur í það og það fékk kannski vinnu," sagði Naismith.

„Það er frábært og aðalmarkmiðið. Að láta fólki líða betur og koma því á rétta braut í lífinu. Þess vegna held ég þessu áfram."

Naismith hefur alla tíð verið þekktur fyrir góðgerðarstörf sín sem ætla engan enda að taka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×