Enski boltinn

Pedro genginn til liðs við Chelsea

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Pedro í leik með Barcelona.
Pedro í leik með Barcelona. Vísir/Getty
Spænski landsliðsmaðurinn Pedro skrifaði í dag undir samning hjá ensku meisturunum í Chelsea. Talið er að Chelsea greiði 30 milljónir evra fyrir hinn 28 árs gamla framherja sem var riftunarverðið í samning hans.

Pedro sem hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil hjá Barcelona hittir hjá Chelsea fyrir fyrrum liðsfélaga sinn í unglingaliðum og síðar aðalliði Barcelona, Cesc Fabregas.

Viðurkenndi hann á dögunum að hann þyrfti líklegast að yfirgefa spænsku meistaranna eftir sjö tímabili en tækifæri hans voru af skornum skammti eftir komu Luis Suarez á síðasta tímabili.

Lék hann alls 321 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum og skoraði í þeim 100 mörk en hann varð fimm sinnum spænskur meistari með félaginu, þrisvar bikarmeistari ásamt því að vera í sigurliði Meistaradeildar Evrópu í þrjú skipti.

Var lengst af talið líklegast að hann myndi ganga til liðs við Manchester United en á síðustu stundu lögðu Chelsea fram tilboð og skrifaði hann í dag undir samning hjá félaginu eftir að hafa gengist undir læknisskoðun.


Tengdar fréttir

Óvissa um framtíð Pedro

Luis Enrique viðurkenndi að hann gæti ekki stöðvað Pedro ef spænski framherjinn sem hefur verið orðaður við Manchester United og Chelsea vill fara frá Barcelona.

Pedro til Chelsea en ekki til Manchester United

Enskir og spænskir fjölmiðlar hafa skrifað um það í morgun að spænski framherjinn Pedro sé ekki lengur á leiðinni til Manchester United heldur til Chelsea.

Pedro hetja Barcelona | Sjáðu markaveisluna

Markamet var sett þegar Barcelona og Sevilla kepptu um Ofurbikar UEFA í kvöld. Framlengja varð leikinn eftir ótrúlega endurkomu Sevilla en Pedro, sem er væntanlega á leið til Man. Utd, kláraði leikinn í framlengingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×