Enski boltinn

United náði einungis jafntefli gegn Newcastle

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hernandez klikkar dauðafæri.
Hernandez klikkar dauðafæri. Vísir/getty
Manchester United náði ekki að vinna sinn þriðja sigur í þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Newcastle á heimavelli.

Leikmenn United reyndu og reyndu allt hvað þeir gátu til þess að skora, en allt kom fyrir ekki. Javier Hernandez fékk líklega besta færi United í leiknum tíu mínútum fyrir leikslok, en Krul sá við honum og Smalling skallaði boltanum í slá í uppbótartíma.

Gestirnir fengu sín færi. Aleksandar Mitrovic skallaði meðal annars boltanum í slá og Vurnon Anita skaut boltanum naumlega framhjá marki United.

Lokatölur eins og fyrr segir markalaust jafntefli. United er með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina, en þeir hafa ekki fengið á sig mark. Newcastle er með tvö stig eftir fyrstu þrjá leikina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×