Enski boltinn

Leicester á toppinn

Leikmenn Leicester fagna marki Mahrez.
Leikmenn Leicester fagna marki Mahrez. Vísir/Getty
Tottenham og Leicester skildu jöfn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en liðin gerðu 1-1 jafntefli á King Power vellinum í Leicester.

Dele Alli kom Tottenham yfir með sínu marki fyrir Tottenham á 81. mínútu, en það leið ekki langur tími þangað til Riyad Mahrez jafnaði metin fyrir Leicester. Hann jafnaði á 82. mínútu. Lokatölur 1-1.

Tottenham er með tvö stig eftir fyrstu þrjá leikina, en Leicester er á toppnum eftir umferðirnar þrjár; með sjö stig og hafa ekki tapað leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×