Enski boltinn

Mane sagðist ekki vera á förum frá Dýrlingunum

Mane í leiknum í gær.
Mane í leiknum í gær. Vísir/Getty
Sadio Mane, leikmaður Southampton, lofaði ungum stuðningsmanni liðsins að hann væri ekki á förum frá félaginu fyrir leik liðsins gegn Midtjylland í gær. Gerði hann það í beinni útsendingu á BT Sports.

Mane hefur undanfarna daga verið orðaður við Manchester United eftir gott fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni hjá Dýrlingunum.

Er talið að Manchester United sé tilbúið að greiða 15 milljónir punda fyrir Mane sem gekk til liðs við Southampton frá Red Bull Salzburg síðasta sumar fyrir 12 milljónir.

Er hann var spurður af ungum aðdáenda fyrir leikinn í gær hvort hann myndi ekki vera áfram hjá félaginu sagðist hann ætla að vera áfram fyrir hann en myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.

Skoraði hann 10 mörk í ensku úrvalsdeildinni síðasta sumar, þar á meðal þrennu á tæplega þremur mínútum í síðasta heimaleik Southampton gegn Aston Villa. Var það fljótasta þrennan í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×