Enski boltinn

Everton leggur fram tilboð í úkraínskan landsliðsmann

Yarmolenko í leiknum gegn Everton í mars.
Yarmolenko í leiknum gegn Everton í mars. Vísir/Getty
Samkvæmt heimildum SkySports er Everton við það að ganga frá kaupunum á úkraínska landsliðsmanninum Andriy Yarmolenko frá Dynamo Kiev. Er talið að Everton greiði 15 milljónir fyrir Yarmolenko sem skoraði í leik liðanna í Evrópudeildinni á síðasta tímabili.

Yarmalenko sem er 25 árs hefur verið á mála hjá Dynamo Kiev í níu ár en hann lék fyrsta leik sinn fyrir félagið nítján ára gamall. Hefur hann leikið 177 leiki fyrir félagið í úkraínsku deildinni og skorað í þeim 71 mark. Hefur hann verið valinn knattspyrnumaður Úkraínu undanfarin tvö ár.

Var hann í algeru lykilhlutverki í liði Dynamo Kiev sem komst alla leiðina í úrslit Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Mætti félagið meðal annars Everton en úkraínska félagið hafði betur 5-2.

Þá hefur hann verið lykilleikmaður í landsliðið Úkraínu undanfarin ár en hann hefur leikið 49 leiki fyrir þeirra hönd og skorað 19 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×