Enski boltinn

Mourinho segir Pedro vera einn af bestu sóknarmönnum í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho og Pedro.
Jose Mourinho og Pedro. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir sitt félag hafa ekki verið að vinna sigur á Manchester United með því að kaupa spænska sóknarmanninum Pedro.

Pedro var lengi orðaður við Manchester United og Ed Woodward, varastjórnarformaður framkvæmdanefndar Manchester United flaug til Barcelona en tókst ekki að ganga frá kaupunum.

Pedro talaði um það sjálfur að það hafi verið orð Jose Mourinho sjálfs sem höfðu sannfært hann um að fara frekar til Chelsea en til Manchester United.

„Ég vil bara vinna Manchester United inn á fótboltavellinum," sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi í dag.

„Ég vildi ekki að þetta mál þróaðist svona. Okkar starf snýst ekki um að fá leikmenn sem önnur félag vilja fá," sagði Mourinho.

Chelsea fékk ekki aðeins Pedro í vikunni heldur einnig varnarmanninn Baba Rahman frá Augsburg. Liðið hefur aðeins fengið eitt stig í fyrstu tveimur leikjum sínum og Mourinho ákvað að styrkja liðið.

Mourinho er ekki búinn að útiloka það að fleiri leikmenn séu á leiðinni til Chelsea áður en félagsskiptaglugginn lokar.

„Á meðan að glugginn er opinn þá eigum við möguleika á að fá nýja leikmenn. Við höfum fengið núna mjög góðan og ungan vinstri bakvörð sem og einn af bestu sóknarmönnunum í heimi," sagði Jose Mourinho um þá Baba Rahman og Pedro.

Chelsea mætir West Bromwich Albion á útivelli á sunnudaginn en bæði lið hafa bara eitt stig eftir tvær umferðir.


Tengdar fréttir

Mourinho náði að hrífa Pedro

Það var að stóru leyti Jose Mourinho, stjóra Chelsea, að þakka að Pedro ákvað að fara til félagsins.

Pedro genginn til liðs við Chelsea

Spænski kantmaðurinn skrifaði undir hjá ensku meisturunum í dag en Chelsea stal honum fyrir framan Manchester United á síðustu stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×