Enski boltinn

Mourinho náði að hrífa Pedro

Pedro.
Pedro. vísir/getty
Það var að stóru leyti Jose Mourinho, stjóra Chelsea, að þakka að Pedro ákvað að fara til félagsins.

Í nokkrar vikur benti flesti til þess að hann væri á leið til Man. Utd en síðan féll það óvænt upp fyrir. Var hermt að slæm ummæli landa hans um Louis van Gaal, stjóra Man. Utd, hefði haft mikið að segja.

Á sama tíma réri Mourinho öllum árum að því að fá Pedro til félagsins.

„Hann hringdi nokkrum sinnum í mig og sagðist þurfa á mér að halda til þess að gera liðið sterkara," sagði Pedro.

„Mourinho hefur unnið titla hvar sem hann hefur þjálfað. Ég hlakka til að spila undir hans stjórn og vinna titla með félaginu."

Pedro er nú ekki óvanur því að vinna titla með Barcelona þar sem hann vann Meistaradeildina í þrígang og deildina fimm sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×