Enski boltinn

Mourinho óánægður með sjö lykilmenn Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho er hissa á gengi meistaranna í byrjun móts.
Mourinho er hissa á gengi meistaranna í byrjun móts. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að hann sé ekki ánægður með hvernig sjö lykilmenn liðsins hafi verið að standa sig það sem af er móti. "Sá sérstaki" segist einnig vera að reyna koma sér í betra form.

„Við erum með eitt stig eftir fyrstu svo leikina. Ég er ekki ánægður með það," sagði Mourinho í samtali við fjölmiðla fyrir leik Chelsea gegn WBA.

„Ég er ekki ánægður með alla. Ég er ekki ánægður með hvernig (Branislav) Ivanovic hefur verið að spila, (Gary) Cahill, John (Terry), Azpi (Cesar Azpilicueta), Eden (Hazard), (Cesc) Fabregas og (Nemanja) Matic."

Mourinho segir einnig að hann þurfi að taka sjálfan sig í gegn og hann sé fyrst og fremst ekki ánægður með sig það sem af er tímabili.

„Ég fer í ræktina á hverjum degi til þess að komast í betra form. Kannski þarf ég að vera líflegri á hliðarlínunni til þess að komast í betra form," sagði Mourinho hress að lokum.

Chelsea mætir WBA á útivelli á sunnudag, en Chelsea tapaði eftirminnilega 3-0 gegn WBA í fyrra á útivelli. Meistararnir höfðu þá tryggt sér titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×