Ikea í Svíþjóð hættir áfengissölu: Framkvæmdastjórinn á Íslandi á ekki von á breytingum Birgir Olgeirsson skrifar 26. ágúst 2015 23:19 Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi. Vísir Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea hefur ákveðið að hætta að selja áfengi á veitingastöðum sínum í Svíþjóð í haust. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sögð á vef Svenska dagbladet vera að eftirspurnin eftir áfengi í verslunum Ikea í Svíþjóð sé ekki mikil.Á vef sænska dagblaðsins kemur fram að Ikea hafi selt vín og bjór á veitingastöðum sínum í tíu ár í Svíþjóð en nú sé því tímabili lokið.Líklegt að þetta sé eingöngu bundið við Svíþjóð Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi, hafði ekki heyrt af þessum fréttum þegar Vísir náði í hann en eftir að hafa lesið yfir sænsku fréttina sýndist honum á öllu að um innanhúss ákvörðun sé að ræða í Svíþjóð. „Mér sýnist það á öllu án þess að geta fullyrt um það,“ segir Þórarinn sem tekur fram að ef Ikea hefði tekið þá ákvörðun að hætta að selja áfengi á veitingastöðum sínum í öllum þeim löndum sem Ikea er með rekstur þá hefði hann væntanlega fengið að vita af því.Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi segir áfengissöluna í takt við væntingar hér á landi. Hún sé ekki mikil enda sé ekki vilji fyrir því að verslunin sé drykkjustaður. Vísir/Stefán„Ég fæ væntanlega einhverjar meldingar um það fljótlega ef það verða einhverjar breytingar á. Ég hef ekki heyrt neitt um það, þetta er þannig ákvörðun að ég er viss um að maður væri búinn að fá að vita það með einhverjar fyrirvara ef til stæði.“ Hann segir að í Ikea í Skotlandi sé áfengissala stór hluti af veltu veitingasviðs. Þar má selja áfengi út úr versluninni. „Þar er ekki svona einangrunar dæmi eins og á Íslandi og í Svíþjóð. Þeir eru að selja áfenga drykki í sænsku búðinni og rjóminn af veltunni þar eru áfengir peru- og appelsínudrykkir. Mér þykir skrýtið ef þeir ætla að fara að hætta þessu alls staðar.“Áfengissala á Íslandi eftir væntingum Hann segir áfengissölu í Ikea á Íslandi eftir væntingum. „Hún er ekki stór, hún er í takt við það sem vorum að vonast eftir. Við viljum ekki að þetta sé drykkjustaður. Þetta er fjölskyldustaður. Við viljum ekki að hún sé mikil en við viljum að þessi valkostur sé í boði.“ Ikea á Íslandi er til húsa í Garðabæ og hefur lengi vel verið eini staðurinn í því sveitarfélagi sem hefur haft vínveitingaleyfi. Þórarinn vonast til þess að fyrirtækið haldi áfram að selja áfengi. „Við munum allavega berjast gegn því ef gera á breytingar.“ Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri IKEA: „Hagnaðurinn var of mikill“ Þórarinn Ævarsson segir lækkun IKEA á vöruverði ekki vera auglýsingabrellu. 19. ágúst 2015 20:56 Ekkert verði úr fyrirhugaðri verðbólgu fylgi aðrir fordæmi IKEA "Ég vonast til að fleiri fylgi og annað hvort sleppi því að hækka eða lækki og þá mun þessi verðbólga sem Seðlabankinn spáði í morgun ekkert ganga eftir,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. 19. ágúst 2015 12:20 Pirrar kærustuna með orðaleikjum í IKEA Ástrali fann leið til að gera verslunarferð í IKEA sem bærilegasta. 24. ágúst 2015 14:31 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira
Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea hefur ákveðið að hætta að selja áfengi á veitingastöðum sínum í Svíþjóð í haust. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sögð á vef Svenska dagbladet vera að eftirspurnin eftir áfengi í verslunum Ikea í Svíþjóð sé ekki mikil.Á vef sænska dagblaðsins kemur fram að Ikea hafi selt vín og bjór á veitingastöðum sínum í tíu ár í Svíþjóð en nú sé því tímabili lokið.Líklegt að þetta sé eingöngu bundið við Svíþjóð Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi, hafði ekki heyrt af þessum fréttum þegar Vísir náði í hann en eftir að hafa lesið yfir sænsku fréttina sýndist honum á öllu að um innanhúss ákvörðun sé að ræða í Svíþjóð. „Mér sýnist það á öllu án þess að geta fullyrt um það,“ segir Þórarinn sem tekur fram að ef Ikea hefði tekið þá ákvörðun að hætta að selja áfengi á veitingastöðum sínum í öllum þeim löndum sem Ikea er með rekstur þá hefði hann væntanlega fengið að vita af því.Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi segir áfengissöluna í takt við væntingar hér á landi. Hún sé ekki mikil enda sé ekki vilji fyrir því að verslunin sé drykkjustaður. Vísir/Stefán„Ég fæ væntanlega einhverjar meldingar um það fljótlega ef það verða einhverjar breytingar á. Ég hef ekki heyrt neitt um það, þetta er þannig ákvörðun að ég er viss um að maður væri búinn að fá að vita það með einhverjar fyrirvara ef til stæði.“ Hann segir að í Ikea í Skotlandi sé áfengissala stór hluti af veltu veitingasviðs. Þar má selja áfengi út úr versluninni. „Þar er ekki svona einangrunar dæmi eins og á Íslandi og í Svíþjóð. Þeir eru að selja áfenga drykki í sænsku búðinni og rjóminn af veltunni þar eru áfengir peru- og appelsínudrykkir. Mér þykir skrýtið ef þeir ætla að fara að hætta þessu alls staðar.“Áfengissala á Íslandi eftir væntingum Hann segir áfengissölu í Ikea á Íslandi eftir væntingum. „Hún er ekki stór, hún er í takt við það sem vorum að vonast eftir. Við viljum ekki að þetta sé drykkjustaður. Þetta er fjölskyldustaður. Við viljum ekki að hún sé mikil en við viljum að þessi valkostur sé í boði.“ Ikea á Íslandi er til húsa í Garðabæ og hefur lengi vel verið eini staðurinn í því sveitarfélagi sem hefur haft vínveitingaleyfi. Þórarinn vonast til þess að fyrirtækið haldi áfram að selja áfengi. „Við munum allavega berjast gegn því ef gera á breytingar.“
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri IKEA: „Hagnaðurinn var of mikill“ Þórarinn Ævarsson segir lækkun IKEA á vöruverði ekki vera auglýsingabrellu. 19. ágúst 2015 20:56 Ekkert verði úr fyrirhugaðri verðbólgu fylgi aðrir fordæmi IKEA "Ég vonast til að fleiri fylgi og annað hvort sleppi því að hækka eða lækki og þá mun þessi verðbólga sem Seðlabankinn spáði í morgun ekkert ganga eftir,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. 19. ágúst 2015 12:20 Pirrar kærustuna með orðaleikjum í IKEA Ástrali fann leið til að gera verslunarferð í IKEA sem bærilegasta. 24. ágúst 2015 14:31 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira
Framkvæmdastjóri IKEA: „Hagnaðurinn var of mikill“ Þórarinn Ævarsson segir lækkun IKEA á vöruverði ekki vera auglýsingabrellu. 19. ágúst 2015 20:56
Ekkert verði úr fyrirhugaðri verðbólgu fylgi aðrir fordæmi IKEA "Ég vonast til að fleiri fylgi og annað hvort sleppi því að hækka eða lækki og þá mun þessi verðbólga sem Seðlabankinn spáði í morgun ekkert ganga eftir,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. 19. ágúst 2015 12:20
Pirrar kærustuna með orðaleikjum í IKEA Ástrali fann leið til að gera verslunarferð í IKEA sem bærilegasta. 24. ágúst 2015 14:31