Ikea í Svíþjóð hættir áfengissölu: Framkvæmdastjórinn á Íslandi á ekki von á breytingum Birgir Olgeirsson skrifar 26. ágúst 2015 23:19 Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi. Vísir Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea hefur ákveðið að hætta að selja áfengi á veitingastöðum sínum í Svíþjóð í haust. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sögð á vef Svenska dagbladet vera að eftirspurnin eftir áfengi í verslunum Ikea í Svíþjóð sé ekki mikil.Á vef sænska dagblaðsins kemur fram að Ikea hafi selt vín og bjór á veitingastöðum sínum í tíu ár í Svíþjóð en nú sé því tímabili lokið.Líklegt að þetta sé eingöngu bundið við Svíþjóð Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi, hafði ekki heyrt af þessum fréttum þegar Vísir náði í hann en eftir að hafa lesið yfir sænsku fréttina sýndist honum á öllu að um innanhúss ákvörðun sé að ræða í Svíþjóð. „Mér sýnist það á öllu án þess að geta fullyrt um það,“ segir Þórarinn sem tekur fram að ef Ikea hefði tekið þá ákvörðun að hætta að selja áfengi á veitingastöðum sínum í öllum þeim löndum sem Ikea er með rekstur þá hefði hann væntanlega fengið að vita af því.Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi segir áfengissöluna í takt við væntingar hér á landi. Hún sé ekki mikil enda sé ekki vilji fyrir því að verslunin sé drykkjustaður. Vísir/Stefán„Ég fæ væntanlega einhverjar meldingar um það fljótlega ef það verða einhverjar breytingar á. Ég hef ekki heyrt neitt um það, þetta er þannig ákvörðun að ég er viss um að maður væri búinn að fá að vita það með einhverjar fyrirvara ef til stæði.“ Hann segir að í Ikea í Skotlandi sé áfengissala stór hluti af veltu veitingasviðs. Þar má selja áfengi út úr versluninni. „Þar er ekki svona einangrunar dæmi eins og á Íslandi og í Svíþjóð. Þeir eru að selja áfenga drykki í sænsku búðinni og rjóminn af veltunni þar eru áfengir peru- og appelsínudrykkir. Mér þykir skrýtið ef þeir ætla að fara að hætta þessu alls staðar.“Áfengissala á Íslandi eftir væntingum Hann segir áfengissölu í Ikea á Íslandi eftir væntingum. „Hún er ekki stór, hún er í takt við það sem vorum að vonast eftir. Við viljum ekki að þetta sé drykkjustaður. Þetta er fjölskyldustaður. Við viljum ekki að hún sé mikil en við viljum að þessi valkostur sé í boði.“ Ikea á Íslandi er til húsa í Garðabæ og hefur lengi vel verið eini staðurinn í því sveitarfélagi sem hefur haft vínveitingaleyfi. Þórarinn vonast til þess að fyrirtækið haldi áfram að selja áfengi. „Við munum allavega berjast gegn því ef gera á breytingar.“ Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri IKEA: „Hagnaðurinn var of mikill“ Þórarinn Ævarsson segir lækkun IKEA á vöruverði ekki vera auglýsingabrellu. 19. ágúst 2015 20:56 Ekkert verði úr fyrirhugaðri verðbólgu fylgi aðrir fordæmi IKEA "Ég vonast til að fleiri fylgi og annað hvort sleppi því að hækka eða lækki og þá mun þessi verðbólga sem Seðlabankinn spáði í morgun ekkert ganga eftir,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. 19. ágúst 2015 12:20 Pirrar kærustuna með orðaleikjum í IKEA Ástrali fann leið til að gera verslunarferð í IKEA sem bærilegasta. 24. ágúst 2015 14:31 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea hefur ákveðið að hætta að selja áfengi á veitingastöðum sínum í Svíþjóð í haust. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sögð á vef Svenska dagbladet vera að eftirspurnin eftir áfengi í verslunum Ikea í Svíþjóð sé ekki mikil.Á vef sænska dagblaðsins kemur fram að Ikea hafi selt vín og bjór á veitingastöðum sínum í tíu ár í Svíþjóð en nú sé því tímabili lokið.Líklegt að þetta sé eingöngu bundið við Svíþjóð Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi, hafði ekki heyrt af þessum fréttum þegar Vísir náði í hann en eftir að hafa lesið yfir sænsku fréttina sýndist honum á öllu að um innanhúss ákvörðun sé að ræða í Svíþjóð. „Mér sýnist það á öllu án þess að geta fullyrt um það,“ segir Þórarinn sem tekur fram að ef Ikea hefði tekið þá ákvörðun að hætta að selja áfengi á veitingastöðum sínum í öllum þeim löndum sem Ikea er með rekstur þá hefði hann væntanlega fengið að vita af því.Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi segir áfengissöluna í takt við væntingar hér á landi. Hún sé ekki mikil enda sé ekki vilji fyrir því að verslunin sé drykkjustaður. Vísir/Stefán„Ég fæ væntanlega einhverjar meldingar um það fljótlega ef það verða einhverjar breytingar á. Ég hef ekki heyrt neitt um það, þetta er þannig ákvörðun að ég er viss um að maður væri búinn að fá að vita það með einhverjar fyrirvara ef til stæði.“ Hann segir að í Ikea í Skotlandi sé áfengissala stór hluti af veltu veitingasviðs. Þar má selja áfengi út úr versluninni. „Þar er ekki svona einangrunar dæmi eins og á Íslandi og í Svíþjóð. Þeir eru að selja áfenga drykki í sænsku búðinni og rjóminn af veltunni þar eru áfengir peru- og appelsínudrykkir. Mér þykir skrýtið ef þeir ætla að fara að hætta þessu alls staðar.“Áfengissala á Íslandi eftir væntingum Hann segir áfengissölu í Ikea á Íslandi eftir væntingum. „Hún er ekki stór, hún er í takt við það sem vorum að vonast eftir. Við viljum ekki að þetta sé drykkjustaður. Þetta er fjölskyldustaður. Við viljum ekki að hún sé mikil en við viljum að þessi valkostur sé í boði.“ Ikea á Íslandi er til húsa í Garðabæ og hefur lengi vel verið eini staðurinn í því sveitarfélagi sem hefur haft vínveitingaleyfi. Þórarinn vonast til þess að fyrirtækið haldi áfram að selja áfengi. „Við munum allavega berjast gegn því ef gera á breytingar.“
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri IKEA: „Hagnaðurinn var of mikill“ Þórarinn Ævarsson segir lækkun IKEA á vöruverði ekki vera auglýsingabrellu. 19. ágúst 2015 20:56 Ekkert verði úr fyrirhugaðri verðbólgu fylgi aðrir fordæmi IKEA "Ég vonast til að fleiri fylgi og annað hvort sleppi því að hækka eða lækki og þá mun þessi verðbólga sem Seðlabankinn spáði í morgun ekkert ganga eftir,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. 19. ágúst 2015 12:20 Pirrar kærustuna með orðaleikjum í IKEA Ástrali fann leið til að gera verslunarferð í IKEA sem bærilegasta. 24. ágúst 2015 14:31 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Framkvæmdastjóri IKEA: „Hagnaðurinn var of mikill“ Þórarinn Ævarsson segir lækkun IKEA á vöruverði ekki vera auglýsingabrellu. 19. ágúst 2015 20:56
Ekkert verði úr fyrirhugaðri verðbólgu fylgi aðrir fordæmi IKEA "Ég vonast til að fleiri fylgi og annað hvort sleppi því að hækka eða lækki og þá mun þessi verðbólga sem Seðlabankinn spáði í morgun ekkert ganga eftir,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. 19. ágúst 2015 12:20
Pirrar kærustuna með orðaleikjum í IKEA Ástrali fann leið til að gera verslunarferð í IKEA sem bærilegasta. 24. ágúst 2015 14:31