Enski boltinn

Watford nælir í fyrrum ítalskan landsliðsmann

Diamanti í leik með Fiorentina.
Diamanti í leik með Fiorentina. vísir/getty
Nýliðar Watford í ensku úrvalsdeildinni halda áfram að safna liði.

Nú var liðið að fá Ítalann Alessandro Diamanti að láni frá kínverska liðinu Guangzhou Evergrande.

Þessi 32 ára fyrrum landsliðsmaður Ítalíu þekkir til í úrvalsdeildinni því hann var á mála hjá West Ham leiktíðina 2009-10.

Hann hefur spilað 17 landsleiki fyrir Ítalíu og var í ítalska liðinu á EM 2012. Þá skoraði hann meðal annars í vítaspyrnukeppninni sem endaði þátttöku Englands í keppninni.

Diamanti er tólfti leikmaður sem Watford fær til félagsins í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×