Ný plata frá Sesar A: Gefur fyrri hluta plötunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 18. ágúst 2015 16:24 Sesar A. vísir Eftir langa bið sendir Sesar A frá sér nýja sólóplötu. Platan heitir Vox populi og nú þegar er hægt að hala niður fyrri hlutanum frítt í gegnum heimasíðu hans. Heimasíðan, sem er upphaflega lénið síðan frá árið 2001, er endurgerð og aðlöguð bæði snjallsímum, borð- og spjaldtölvum. Fyrri hluti Vox populi saman stendur af tveim lögum. Fyrst er það lagið „Láttu renna“ þar sem Sesar A nýtur stuðnings söngkonurnar BB. Lagið er tileinkað Hermanni Fannari og Sigurbirni, einnig þekktur sem Biogen. Svo er það lagið „Oddviti“ þar sem Karlakórinn Bartónar leggja sínar raddir til. Mun það vera í fyrsta skipti sem íslenskt hipp hopp blandast hinni grónu karlakórshefð. Platan kemur út í tilefni af því að liðin eru 15 ár frá stofnun hljóðversins Geimstöðin Mír. Þar tók Sesar A m.a. upp fyrstu rappplötuna eingöngu á íslensku, Stormurinn á eftir logninu, plötuna Gerðuþaðsjálfur og safnplötuna Rímnamín. Bæði lögin eru hljóðblönduð og tónjöfnuð af Finni Hákonarsyni í hljóðverinu Finnland. Kári Martinsson Regal sá um hönnun og vefsíðugerð. Kórstjóri Bartóna er Jón Svavar Jósefsson. Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Eftir langa bið sendir Sesar A frá sér nýja sólóplötu. Platan heitir Vox populi og nú þegar er hægt að hala niður fyrri hlutanum frítt í gegnum heimasíðu hans. Heimasíðan, sem er upphaflega lénið síðan frá árið 2001, er endurgerð og aðlöguð bæði snjallsímum, borð- og spjaldtölvum. Fyrri hluti Vox populi saman stendur af tveim lögum. Fyrst er það lagið „Láttu renna“ þar sem Sesar A nýtur stuðnings söngkonurnar BB. Lagið er tileinkað Hermanni Fannari og Sigurbirni, einnig þekktur sem Biogen. Svo er það lagið „Oddviti“ þar sem Karlakórinn Bartónar leggja sínar raddir til. Mun það vera í fyrsta skipti sem íslenskt hipp hopp blandast hinni grónu karlakórshefð. Platan kemur út í tilefni af því að liðin eru 15 ár frá stofnun hljóðversins Geimstöðin Mír. Þar tók Sesar A m.a. upp fyrstu rappplötuna eingöngu á íslensku, Stormurinn á eftir logninu, plötuna Gerðuþaðsjálfur og safnplötuna Rímnamín. Bæði lögin eru hljóðblönduð og tónjöfnuð af Finni Hákonarsyni í hljóðverinu Finnland. Kári Martinsson Regal sá um hönnun og vefsíðugerð. Kórstjóri Bartóna er Jón Svavar Jósefsson.
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira