Enski boltinn

Sterling selur húsið sitt í Liverpool | Sjáðu myndirnar

Sterling er kominn í ljósblátt eftir að hafa verið í rauðu.
Sterling er kominn í ljósblátt eftir að hafa verið í rauðu. vísir/getty
Raheem Sterling yfirgaf Liverpool í sumar og flutti sig yfir til Manchester þar sem hann spilar nú með Man. City.

Hann hefur því ekkert að gera lengur með glæsivillu sína í Liverpool. Hún er þar af leiðandi komin á sölu.

Sterling vill fá 313 milljónir króna fyrir húsið sem er allt hið glæsilegasta. Þar er meðal annars lítil rakarastofa með flottum rakarastól.

Svo var Sterling búinn að setja upp bar með Michael Jackson þema. Mátti þar meðal annars finna jakka sem Jackson hafði klæðst.

Að sjálfsögðu er líka bíósalur í húsinu sem og innisundlaug. Allt sem nútímaatvinnumaðurinn þarf á að halda.

Rakarastóllinn og Liverpool-púðar í sófanum.
Ágætis sjónvarp í stofunni.
Barinn góði.
Myndir af Jackson á veggjunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×