Enski boltinn

Aðalstyrktaraðili Sunderland spáir liðinu falli

Hvað á þetta að þýða? Leikmenn Sunderland auglýsa fyrirtæki sem hefur enga trú á þeim.
Hvað á þetta að þýða? Leikmenn Sunderland auglýsa fyrirtæki sem hefur enga trú á þeim. vísir/getty
Margir spá því að Sunderland muni falla úr ensku úrvalsdeildinni í ár og þar á meðal styrktaraðilar liðsins.

Sunderland er komið með veðbankann Dafabet á búningana sína og menn þar á bæ hafa ekki mikla trú á liðinu sem þeir eru að styrkja.

Eftir töp gegn Leicester og Norwich í fyrsta leikjum sínum í vetur er Sunderland orðið líklegasta liðið til að falla úr deildinni hjá Dafabet.

Ef þú ferð inn á heimasíðu Dafabet þá blasir við þér mynd af leikmönnum Sunderland. Er þú hefur séð hana geturðu veðjað á fall liðsins úr úrvalsdeildinni.

Þetta er líklega raunhæft mat hjá Dafabet en hlýtur engu að síður að vera sárt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×