Enski boltinn

Inler farinn til Leicester

Inler í leik með Napoli.
Inler í leik með Napoli. vísir/getty
Leicester City styrkti sig í dag er það nældi í svissneskan landsliðsmann.

Miðjumaðurinn Gokhan Inler skrifaði þá undir þriggja ára samning við félagið en hann kemur frá Napoli á Ítalíu. Inler er sjötti leikmaðurinn sem Leicester fær í sumar.

Ekki var gefið upp hvað leikmaðurinn kostaði.

Honum er ætlað að fylla það skarð sem Esteban Cambiasso skilur eftir sig hjá félaginu.

Leikmaðurinn verður orðinn löglegur um leið og hann fær atvinnuleyfi sem nú er beðið eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×