Enski boltinn

Cambiasso verður liðsfélagi Alfreðs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cambiasso er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Leicester.
Cambiasso er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Leicester. vísir/getty
Argentínski miðjumaðurinn Esteban Cambiasso er genginn í raðir grísku meistaranna í Olympiakos.

Alfreð Finnbogason og félagar eru fá gríðarlega reyndan leikmann sem hefur átt frábæran feril.

Cambiasso var í liði Inter sem vann þrennuna árið 2010 en hann lék með ítalska liðinu í 10 ár (2004-2014). Cambiasso, sem lék á sínum tíma 52 landsleiki fyrir Argentínu, varð fimm sinnum ítalskur meistari með Inter.

Á síðasta tímabili lék Cambiasso með Leicester City og átti stóran þátt í því að liðið bjargaði sér frá falli með mögnuðum endaspretti.

Cambiasso skoraði fimm mörk í 31 deildarleik fyrir Leicester en hann var valinn leikmaður ársins hjá félaginu.

Olympiakos hefur orðið grískur meistari undanfarin fimm ár. Deildin í Grikklandi hefst eftir tvær vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×