Fótbolti

Kolbeinn gæti spilað gegn Bournemouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn kom frá Ajax fyrr í sumar.
Kolbeinn kom frá Ajax fyrr í sumar. Vísir/Getty
Kolbeinn Sigþórsson spilar mögulega sinn fyrsta leik fyrir franska úrvalsdeildarfélagið Nantes á morgun er liðið mætir Bournemouth í æfingaleik.

Leikurinn fer fram í Frakklandi á morgun en Kolbeinn hefur ekkert getað spilað með Nantes eftir að hann gekk til liðs við félagið fyrr í sumar vegna meiðsla í fæti.

„Kolbeinn æfði á þriðjudag en við vildum ekki taka neina áhættu með hann,“ sagði stjórinn Michel Der Zakarian í viðtali á heimasíðu Nantes eftir 4-1 sigur liðsins á FC Lorient á miðvikudagskvöld.

„Hann mun halda áfram að æfa og það gæti verið að hann komi við sögu í leiknum gegn Bournemouth á laugardag.“


Tengdar fréttir

Kolbeinn orðinn leikmaður Nantes

Kolbeinn Sigþórsson hefur samið við franska úrvalsdeildarliðið Nantes. Hann gerði fimm ára samning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×