Enski boltinn

Liverpool krækir í leikmann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Joe Gomez er genginn í raðir Liverpool.
Joe Gomez er genginn í raðir Liverpool. vísir/gett
Liverpool hefur gengið frá kaupum á enska unglingalandsliðsmanninum Joe Gomez frá Charlton á 3,5 milljónir punda, en þetta herma heimildir Sky Sports fréttastofunnar.

Þessi 18 ára gamli leikmaður spilaði 21 leik fyrir Charlton í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð, en þar var hann samherji Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Gomez er talinn skrifa undir fimm ára samning.

Liverpool er talið hafa haft betur í baráttunni við nokkur úrvalsdeildarlið um Gomez, en hann hefur verið reglulega í ensku unglingalandsliðunum undanfarin misseri og var því heitur biti á markaðnum.

Þessi ungi varnarmaður er fjórði leikmaðurinn sem Liverpool fær í sumar, en auk hans komu þeir James Milner, Danny Ings og Adam Bogdan. Belginn Divock Origi kom einnig snúa til baka úr láni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×