Enski boltinn

Ferdinand segir enska leikmenn of dýra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ferdinand segir það grín hversu dýrir enskir leikmenn eru orðnir nú til dags.
Ferdinand segir það grín hversu dýrir enskir leikmenn eru orðnir nú til dags. vísir/getty
Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður enska landsliðsins og Manchester United, segir að það sé algjört grín hversu hár verðmiðinn er á enskum leikmönnum þessa daganna.

Ferdinand, sem hætti knattspyrnuiðkun í maí, varð dýrasti varnarmaður heims þegar hann var keyptur til United á 29.1 milljónir punda árið 2002.

„Enskir leikmenn eru svo hátt verðlagðir þessa daganna að það er algjört grín," sagði Ferdinand. Hann bendir svo á að Aguero og Sanchez hafi komið á betri verðmiðum og hafi meiri gæði.

Harry Kane, framherji Tottenham, hefur verið orðaður við United í sumar og er talið að verðmiðinn sé 50 milljónir punda. Manchester City hefur einnig verið á höttunum eftir Raheem Sterling, en sagan segir að Liverpool hafi hafnað 40 milljóna punda tilboði city.

Nokkrir enskir leikmenn hafa þó farið fyrir litla sem enga upphæð í sumarglugganum. James Milner og Tom Cleverly fóru frítt til Liverpool og Everton og Burnley fékk 3,5 milljónir punda fyrir Kieran Trippier.

Andy Carroll er enn dýrustu ensku kaupin, en Liverpool borgaði 35 milljónir punda fyrir hann á sínum tíma. Hann spilaði einungis 46 deildarleiki fyrir Liverpool og skoraði sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×