Enski boltinn

Hodgson útilokar ekki að velja Carroll á ný

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carroll í leik með West Ham.
Carroll í leik með West Ham. vísir/getty
Roy Hodgson, stjóri enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að dyrnar séu ekki lokaðar á Andy Carroll. Hodgson segir að framherjinn geti enn unnið sér sæti í landsliðinu, þrátt fyrir erfiðleika undanfarnar vikur.

Þessi framherji West Ham kom upp í hugann á Hodgson eftir 3-2 sigur á Slóveníu. Hodgson var þá spurður hvort magnað mark Wilshere hafi verið það flottasta í hans stjóratíð, en enski stjórinn minntist þá á skallamark Carroll gegn Svíjóð á EM 2012.

„Ég get ekki lokað á dyrnar. Ricke Lambert hefur gert mjög vel fyrir okkur, Charlie Austin hefur verið að spila og ég verð ekki maðurinn sem segir:  „Ef þú ert ákveðinn týpa af knattspyrnumanni þá er enginn möguleiki fyrir þig,” sagði Hodgson í samtali við fjölmiðla.

Carroll skoraði einungis fimm mörk í sextán leikjum í sextán leikjum á síðustu leiktíð og glímdi hann mikið við meiðsli. Hann hefur verið á radarnum hjá sínu gamla liði, Newcastle, og eru líkar á því að hann fari aftur heim í sumar.

„Ef Andy kemur sér aftur í sitt besta form, við vitum að hann er stútfullur af hæfileikum, svo hver veit? Þetta er í höndunum á honum. Hann hefur verið óheppinn með meiðsli og ég get einungis vonað að hann jafni sig á meiðslunum eins og Phil Jones og Jack Wilshere hafa gert.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×