Enski boltinn

Lingard hetja Englands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lingard fagnar markinu með liðsfélögum sínum.
Lingard fagnar markinu með liðsfélögum sínum. vísir/getty
Jesse Lingard tryggði Englandi sigur á Svíþjóð í riðlakeppni Evrópumóts skipað leikmönnum 21 árs og yngri, en spennan í B-riðlinum er rosaleg.

England stillti upp afar sterku liði, en meðal leikmanna voru Harry Kane, Carl Jenkinson og James Ward-Prowse.

Staðan var markalaus í hálfleik og allt þangað til á þeirri 85. mínútu, en þá skoraði Jesse Lingard, framherji Manchester United, sigurmarkið.

Eftir sigurinn eru Portúagl, Svíþjóð og England öll með þrjú stig, en Portúgalir og Ítalar leika síðar í dag.

England mætir Ítalíu á miðvikudag, en með tryggja þeir sig áfram í undanúrslitin.

ByrjunarliðEnglands: Butland, Jenkinson, Moore, Gibson, Garbutt, Ward-Prowse, Carroll, Chalobah, Redmond, Kane, Lingard.

Byrjunarlið Svíþjóðar: Carlgren; Lindelof, Baffo, Helander, Augustinsson; Khalili, Hiljemark, Lewicki, Tibbling, K.Thelin; Guidetti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×